Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. maí 2017 Prenta

Veðrið í Apríl 2017.

Oft var snjókoma í mánuðinum,og allmikill eða mikill sjór.
Oft var snjókoma í mánuðinum,og allmikill eða mikill sjór.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem stóðu fram til níunda, oftast með mikilli úrkomu, og frosti eða hita. Síðan var umhleypingasamt, mjög rysjótt tíðarfar með þíðviðri eða frosti fram yfir páskahelgi og sumardaginn fyrsta þann 20 og helgina þar á eftir, en engin ofsi í vindi, þótt nokkrum sinnum hafi verið allhvass vindur. Veður fór mjög hlýnandi þann 25 og var sæmilega hlítt út mánuðinn. Mjög mikil úrkoma var í mánuðinum, og sérstaklega fyrstu daga mánaðar, en úrkomulítið eftir miðjan mánuð. Úrkomumet varð á veðurstöðinni fyrir apríl mánuð 170,9 mm. En eldra metið var 115,9 mm í apríl 2009.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 170,9 mm. (í apríl 2016: 25,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7 dagar.

Mestur hiti mældist + 11,6 stig þann 27.

Mest frost mældist – 7,5 stig þann 24.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,85 stig. (í apríl 2016: -0,49 stig.)

Alhvít jörð var í 11 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð var því í 6 daga.

Mesta snjódýpt mældist 25 cm þann 6.

Sjóveður: Slæmt í sjóinn fyrri hluta mánaðar síðan oftast gott eða sæmilegt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðaustan og A, stinningsgola, kaldi eða stinningskaldi, súld, rigning, slydda, snjókoma, hiti 1 til 3 stig.

3: Vestan eða breytileg vindátt, andvari eða kul, en SV allhvass um kvöldið, rigning, slydda, snjókoma, hiti frá 4 stigum niður í 1 stig.

4-9: Norðaustan eða N, stinningskaldi, gola, allhvass, kaldi, snjókoma, slydda, súld, rigning, él, hiti 4 til -4 stig.

10: Breytileg vindátt andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti -1 til -5 stig.

11-15: Norðan eða NA, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, slydda, snjókoma, él, hiti 3 til -3 stig.

16-17: Suðaustan kul eða gola, þurrt í veðri þ.16. en snjókoma, slydda, rigning, þ.17. hiti -4 til 3 stig.

18-19: Suðvestan stinningsgola, kaldi, allhvasst, stormkviður, skúrir, snjóél, hiti 6 til -0 stig.

20: Vestan allhvass síðan norðan stinningsgola, snjóél, hiti -1 til 2 stig.

21-22: Suðlægar vindáttir síðan V og N, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri þ. 21. hagél um kvöldið þann 22. hiti -5 til 3 stig.

23: Norðan eða NA, stinningsgola, snjóél, hiti -1 til-3 stig.

24-27: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, allhvass, skúrir, þurrt í veðri þ.24. 26. og 27. hiti -8 til 12 stig.

28-30: Austlægar eða breytilegar vindáttir, kul eða gola,rigning, en þurrt í veðri þ.29. hiti 1 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón