Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. maí 2020 Prenta

Veðrið í Apríl 2020.

Fallegt vetrarveður var þann 8.
Fallegt vetrarveður var þann 8.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestan og vestan var fyrri hluta dags þann 1 og síða norðan hvassviðri með éljum. Frá 2 og fram til 5 var norðaustan, með hvassviðri eða stormi þann 4 og 5 og snjókomu. Þann 6 var tvíátta, Norðan Norðvestan með snjókomu slyddu og síðan rigningu, síðan Suðvestan hvassviðri um kvöldið og úrkomulaust. Frá 7 til 8 var vindur norðlægur, með snjókomu þann 7 annars él. Frá 9 og fram til 12 voru mest breytilegar vindáttir, með hita yfir daginn og sólbráð, en frost á nóttinni. Þann 13 og 14 var suðvestan hvassviðri eða stormur, með lítilli úrkomu en hlítt í veðri og tók snjó mikið upp á láglendi. Síðan voru áframhaldandi suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Um nónleytið þann 18 snérist í Norðan golu með rigningu slyddu og síðan snjókomu og snarkólnandi veðri og var orðið alhvítt um kvöldið. Hitinn fór úr 11 stigum og niðurí 1 stig. Frá 19 til 24 voru suðlægar vindáttir með góðum hita. Siðan snérist í norðlægar eða breytilegar vindáttir með kólnandi veðri, sæmilega hlítt yfir daginn en frost á nóttinni. Þann 30 gerði norðaustan stinningskalda með en frekar kólnandi veðri með smá snjóéljum, og varð hvítt langt niður í hlíðar.

Jörð var talin fyrst auð á láglendi þann 23. Sumardaginn fyrsta.

Í suðvestan rokinu þann 14 fór vindur í kviðum í 33 m/s sem eru tólf vindstig gömul, eða fárviðri.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 44,9 mm. (í apríl 2019: 32,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist +12,1 stig. Þann 21.

Minnstur hiti mældist -7,0 stig. Þann 4.

Meðalhiti mánaðarins var +2,4 stig. (í apríl 2019: +4,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var -1,20 stig. (í apríl 2019: +0,75 stig.)

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð var því í 8 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 8: 32 cm.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 1 til 8 og 11, 14, 30. Það er mikill sjór, allmikill sjór, talsverður sjór. Annars var bara sæmilegt sjóveður, það er dálítill sjór, sjólítið eða gráð.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan og VSV stinningsgola, allhvass, síðan Norðan hvassviðri, snjóél, frost -1 til -5 stig.

2: Norðan, NNA, allhvasst, stinningskaldi,kaldi, síðan breytileg vindátt, él, frost -2 til -6 stig.

3-5: Norðaustan stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, snjóél, snjókoma, skafrenningur, frost -2 til -7 stig.

6: Norðan eða NV kaldi, stinningsgola í fyrstu, síðan SSV stinningskaldi, hvassviðri, snjókoma, slydda, rigning, hiti, frá -4 til +4 stig.

7-8: Norðan kaldi, stinningsgola, gola, síðan sunnan kul, snjókoma, él, hiti -4 til +1,5 stig.

9-10: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, kul, úrkomulaust, hiti -2 til +6 stig.

11: Norðan, NV,NA, stinningsgola, allhvasst, slydda, súld, él, hiti +2 til -0 stig.

12: Norðaustan, gola, síðan Sunnan kul, úrkomulaust, hiti -2 til +4 stig.

13-14: Suðvestan hvassviðri, stormur, fárviðri í kviðum, litilsáttar skúrir, hiti +2 til +8 stig.

15: Suðvestan stinningsgola, kaldi, síðan breytileg vindátt, NNV, SSA, gola, kul, úrkomulaust, hiti +1 til +5 stig.

16-17: Suðvestan eða S, kaldi, stinningsgola, rigning, skúrir, sem mældust ekki, hiti -0 til +11 stig.

18: Sunnan stinningskaldi, allhvasst, síðan norðan gola með rigningu, slyddu og síðan snjókomu, hiti frá +11 og niður í 1 stig.

19-24: Suðlægar eða breytilegar vindáttir , SA, S, SV, kaldi, stinningsgola, gola, kul, slydda, rigning, skúrir, úrkomulaust, þ.20 og 24. Hiti +0 til +12 stig.

25-29: Norðlægar eða breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, kul eða andvari, rigning, snjóél, úrkomulaust, 27, 28 og 29. Hiti +10 niðurí -1 stig.

30: Norðaustan stinningskaldi eða kaldi, lítilsáttar él, hiti +1 til +4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Húsið fellt.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
Vefumsjón