Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2022 Prenta

Veðrið í Apríl 2022.

Þoka var þann 2 og oftar.
Þoka var þann 2 og oftar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlægar vindáttir voru fyrstu tvo daga mánaðarins og sæmilega hlýtt í veðri. Frá 3 til 6 var norðaustanátt með úrkomu og kólnandi veðri. Hægviðri var 7 og 8 og úrkomulaust. 9 til 12 var norðaustanátt með snjókomu eða éljum. Dagana 13 og 14 var hægviðri með smá vætu þann 14. Frá 15 til 17 voru suðlægar vindáttir hvassviðri í fyrstu síðan mun hægari og ört hlýnandi veður, úrkomulítið. 18 til 20 voru hafáttir og kólnandi veður. 21 til 27 var hægviðri með úrkomulausu veðri. 28 til 30 var suðvestanátt með allhvössum vindi eða hvassviðri þann 30.

Auð jörð var talin í fyrsta sinn í vor þann 30.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 33,8 mm.  (í apríl 2021: 44,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 29: +11,8 stig.

Mest frost mældist þann 7: -5,1 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,8 stig. (í apríl 2021: + 1,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,56 stig. (í apríl 2021: -1,52 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15, 29, 30. Dálítill sjór, Talsverður sjór, allmikill sjór. Annars var sjóveður sæmilegt eða gott. Gráð, sjólítið, dálítill sjór.

Alhvít jörð var í 10 daga.

Flekkótt jörð var í 19 daga.

Auð jörð var því í 1 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 31 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan, kul, stinningsgola, rigning, súld, þoka, hiti +2 til +7 stig.

3-6: Norðaustan, NNA, N, gola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, súld, snjókoma, snjóél, hiti +3 til -5 stig.

7-8: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, SA, SV, S, andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti +0,5 til -5 stig.

9-12: Norðaustan, ANA, A, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, snjóél, hiti +2,5 til -2 stig.

13-14: Breytileg vindátt, andvari eða kul, rigning þ.14. hiti frá -3 til +5 stig.

15-17: Sunnan, SA, SV, hvassviðri, allhvasst, stinningsgola, rigningarvottur þ.16. Annars úrkomulaust, hiti +2 til 11 stig.

18-20: Norðan, NA, gola, stinningsgola, súld, þokuloft, rigning, hiti -0 til +5 stig.

21-27: Suðaustan, S, SSV, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, þoka þ.22 og 25., úrkomulaust, hiti +1 til +10,5 stig.

28-30: Suðvestan, SSV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust, hiti +4 til 12 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Krossnes-20-10-2001.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Langa súlan á leið upp.
Vefumsjón