Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. janúar 2022 Prenta

Veðrið í Desember 2021.

Krossnesfjall 20-12-2021.
Krossnesfjall 20-12-2021.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann fyrsta var norðaustanátt með snjókomu og frosti. Frá 2 til 9 voru suðlægar vindáttir, oftast með úrkomu. Þá var hæg norðlæg átt þann 10. Frá 11 til 15 voru mest austlægar vindáttir með úrkomu. Dagana 16 og 17 var suðvestan allhvass vindur eða hvassviðri, síðan hægari, rigning og síðan skúrir. Þann 18 var hæg norðlæg vindátt með úrkomulausu veðri. 19 og 20 var suðvestan stinningskaldi í fyrstu enn síðan hægari með úrkomulausu veðri, en hlýtt í veðri. 21 til 24 voru hægar norðlægar eða breytilegar vindáttir, kólnandi veður. 25 til 30 var norðaustan með snjókomu eða éljum. Árið endaði með hægviðri þann 31 og úrkomulausu veðri framyfir miðnætti.

Í mánuðinum voru talsverð svellalög, en dagana 16 og 17 í hlýundunum og hvassviðrinu tóku þau alveg upp og gerði auða jörð. Úrkomulítið var í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 37,7 mm. (í desember 2020: 80,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 19: +9,8 stig.

Mest frost mældist þann 25: -6,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig. (í desember 2020: +0,7 stig. )

Meðalhiti við jörð var -2,70 stig.  (í desember 2020: -1,68 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt dagana 3, 4, 8, 9, 10, 18, 20, 21, 24.  Sjólítið eða dálítill sjór. Annars slæmt sjóveður vegna vinds eða ölduhæðar, það er dálítill sjór, talverður sjór, allmikill sjór eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 17 daga.

Auð jörð var því í 5 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 2: 20 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan, N, stinningsgola, gola, snjókoma, frost -1 til -3 stig.

2-9: Suðvestan, S, SA, eða breytilegar vindáttir, Snjókoma, él, skúrir, rigning, úrkomulaust þ.3 og 8. Úrkomu vart þ.9. Hiti frá -4 til +7 stig.

10: Norðan, NA eða breytileg vindátt, súld, snjókoma, hiti frá -3 til +2 stig.

11-15: Austan, SA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, skúrir, snjókoma, él, hiti frá -2 til +6,5 stig.

16-17: Suðvestan, S, allhvasst, hvassviðri, stinningskaldi, stinningsgola, rigning, skúrir, hiti +3 til +10 stig.

18: Norðan, NA, kul, úrkomulaust, hiti +3 til +6 stig.

19-20: Suðvestan, S, stinningskaldi, stinningsgola, gola, úrkomulaust, hiti +10 og niður í -1 stig.

21-24: ANA, N, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola,stinningsgola, snjókoma, snjóél frostúði, úrkomulaust þ.21. hiti +2 niður í -6 stig.

25-30: Norðaustan gola, stinningskaldi, allhvasst, stinningskaldi, snjóél, snjókoma, úrkomulaust þ. 29. Hiti frá -4 til +1,5 stig.

31: Suðaustan kul, síðan NNA kaldi um kvöldið, úrkomulaust, hiti frá -5 til +0,7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
Vefumsjón