Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. ágúst 2014 Prenta

Veðrið í Júlí 2014.

Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
1 af 3

Mánuðurinn byrjaði með hægri suðlægri vindátt,en gekk síðan í norðlægar vindáttir,allhvassar,með mikilli úrkomu fram til sjötta. Hægari vindur af austri og síðan suðri,með minni úrkoma eftir það fram til ellefta. Þá gekk í ákveðna norðanátt aftur með talsverðri úrkomu fram til 16. Loks gerði suðvestanátt þann 17 sem stóð þann dag. Enn og aftur gerði hafáttir í fimm daga með vætutíð. 23 og 24 voru suðlægar vindáttir,með einhverri úrkomu. Frá 26.og út mánuðinn voru hafáttir enn á ný með úrkomu,en þurru veðri tvo síðustu daga mánaðarins.

Miklir vatnavextir voru í byrjun mánaðar,nokkrar vegaskemmdir urðu á vegum á norðanverðum Ströndum. Vegur fór í sundur við brúna yfir Selá í Steingrímsfirði og talsvert um aurspýjur niður á vegi norður í Árneshrepp.

Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu( Mela megin)fimmtudaginn 10. Mikil spilda fór niður og náði niður á veg í svonefndri Hvalvík og lokaði veginum í um 4 til 5 tíma,þegar talið var óhætt að opna. Skírsla hefur verið send ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands og myndir um þann atburð.

 Illa  hefur gengið með heyskap hjá bændum í Árneshreppi vegna vætutíðar. Nokkrir bændur slógu talsvert uppúr 20.júní í góðu veðri,enn eftir mánaðarmótin hefur verið vætutíð. Það var ekki fyrr en 9. eða 10.sem bændur byrjuðu aftur á slætti en erfitt var með að ná þurru heyji vegna úrkomu og þurrkleysis og mikils raka og ef var þurrt veður var enginn vindur. Gras var orðið úr sér sprottið og það varð bara að slá. En flestir bændur luku fyrri slætti nú í lok mánaðar,og mest allt hey er mjög blautt jafnvel hrakið og heygildin sennilega ekki góð.

Yfirlit dagar eða vikur:Nánar á yfirlit yfir veðrið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
Vefumsjón