Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. ágúst 2017 Prenta

Veðrið í Júlí 2017.

Heyfengur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.
Heyfengur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tíu daga mánaðarins voru norðlægar vindáttir með mismikilli úrkomu. Dagana 11 og 12 voru suðlægar vindáttir, með rigningu síðari daginn. Síðan voru hafáttir aftur, með súld, þokulofti og síðan rigningu. 17 og 18 voru suðlægar vindáttir með einhverri úrkomu, en hlýju veðri. Næstu þrjá daga var norðlæg vindátt með vætu. Frá 22 til 24 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Frá 25 fór að kólna í veðri með norðlægum vindáttum, og voru hafáttir út mánuðinn. Mánuðurinn var mjög hægviðrasamur og oft með lágskýjuðu veðri, þokulofti og rakasömu veðri.

Heyskapur var mikill og góður hjá bændum í Árneshreppi.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,7 mm. (í júlí 2016: 112,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist 20,0 stig þann 22.

Minnstur hiti mældist 5,1 stig þann 2.

Meðalhiti mánaðarins var +9,4 stig.

Meðalhiti við jörð var +7,52 stig. (í júlí 2016: 6,53 stig.)

Sjóveður: Mjög gott eða sæmilegt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-10: Norðlægar vindáttir eða breytilegar, andvari, gola, stinningsgola, kaldi, súld, rigning, skúrir, en þurrt í veðri 10. hiti 5 til 13 stig.

11-12: Suðlægar vindáttir, SA-SV, kul, gola, stinningsgola, skúrir, rigning, hiti 8 til 17 stig.

13-16: Norðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, kaldi, súld, þoka, rigning, hiti 7 til 13 stig.

17-18: Suðlægar vindáttir SV, SA, gola og uppí kalda, skúrir, en rigning seinnipart og um kvöldið þ.18. hiti 6 til 15 stig.

19-21: Norðan eða NA, kul eða gola, súld, rigning, þurrt í veðri þ. 20. en þokumóða, hiti 8 til 17 stig.

22-24: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, kul, súldarvottur, skúrarvottur, úrkoma mældist ekki, þurrt í veðri þ.24. hiti 10 til 20 stig.

25-31: Norðan NNA, kul, stinningsgola, síðan gola, súld, en þurrt í veðri 25 og 26, hiti 6 til 15 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
Vefumsjón