Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júní 2014 Prenta

Veðrið í Maí 2014.

Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta vika mánaðarins var vindur hægur með lítilli úrkomu,frosti í fyrstu en síðan hlýnandi veðri. Eftir það voru norðaustanáttir með frekar svölu veðri fram til þrettánda. Síðan var hægviðri með lítilli úrkomu og hlýrra veðri í bili. Eftir það skiptust á hafáttir eða suðlægar vindáttir,oftast hægar með talsverðum hitamismun.

Miklar hitasveiflur voru í mánuðinum,það má því segja að mánuðurinn hafi bæði verið kaldur og hlýr,en verður að teljast hlýr í heild sinni. Aðfaranótt þrettánda varð alhvítt í fjöllum og víða niður á láglendi. Úrkoman var með minna móti í mánuðinum. Bændur gátu sett lambfé út á tún óvenju snemma miðað við mörg undanfarin ár,vegna betra tíðarfars í maí í ár. Ræktuð tún voru farin að taka vel við sér snemma í maí,og úthagi orðin alsæmilegur í lok mánaðar.

 

Yfirlit dagar eða vikur: Nánar á yfirlit yfir veðrið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Húsið 29-10-08.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón