Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júní 2021 Prenta

Veðrið í Maí 2021.

Mikið þurrviðri var og jörð þurr og skorpin.
Mikið þurrviðri var og jörð þurr og skorpin.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru ríkjandi frá byrjun mánaðar og fram til 27. Mikið þurrviðri var og jörð orðin mjög þurr og skorpin, (eða skrælnuð). Eins var mjög kalt og oft frost. Veður fór hlýnandi um og eftir Hvítasunnu eða 23 og 24, fór veður svo ört hlýnandi eftir það þótt hafáttir væru.

Loks snérist til suðlægra vindátta þann 28 og voru suðlægar vindáttir út mánuðinn, með lítilsáttar vætu, og hlýju veðri.

Ræktuð tún voru í lok mánaðar farin að taka aðeins lit eftir vætuna.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 8,3 mm. (í maí 2020.) : 28,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 6 daga.

Þurrir dagar voru 20.                                                                                 

Mestur hiti mældist þann 28: +15,0 stig.

Mest frost mældist þann 11: -5,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +3,3 stig. (í maí 2020.) : +5,2 stig,)

Meðalhiti við jörð var -0,19 stig. (í maí 2020: +1,10 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 1, 2, 6, 7, 9, 16, 17, 22, 23. Og 29. SV allhvasst. Það er dálítill sjór, talsverður sjór. Annars ágætt sjóveður, gráð, sjólítið eða dálítill sjór.

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1= 3 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-27: Norðan, NA, ANA, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi. Snjóél, Þ. 1, 6 og 22. Lítilsáttar súld þ.22. Úrkomu vart, 6, 9, 10, 14 og 23. Úrkomulaust var dagana, 2, 3, 4, 5, 8, 11, 12, 13, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 24, 25, 26 og 27. Hiti frá -5 stigum til +12 stig.

28-31: Suðaustan, S, SSV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst þ.29. Úrkomulaust Þ.28. Úrkomu varð vart Þ.29. Annars lítilsáttar rigning eða skúrir. Hiti +4 til +15 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
Vefumsjón