Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2012 Prenta

Veðrið í Nóvember 2012.

Í þessum norðan veðrum var oft blindbylur.
Í þessum norðan veðrum var oft blindbylur.
1 af 2
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Mánuðurinn byrjaði með Norðan og NA hvelli með snjókomu sem stóð í þrjá daga. Enn gerði Norðaustan og Norðan storm eða hvassviðri 9 til 11,með snjókomu eða éljum. Og enn og aftur 16 til 18. Í því hreti snjóaði mun meir en í hinum fyrri hretunum. Þann 22. var Norðaustan hvassviðri um tíma og gerði þá blota og einnig nokkur svellalög. Milli þessara hreta var mjög umhleypingasamt veður. Eftir það var nokkuð rólegt veður sem eftir var mánaðar,með hitastigi í kringum núll stigið.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðan hvassviðri eða stormur,él eða snjókoma,hiti +2 niðri -5 stig.

4-5:Suðvestan gola,stinningsgola eða allhvass,en Norðan stinningskaldi um kvöldið þ.5,þurrt þ.4,en snjókoma um kvöldið þ.5,hiti frá -4 stigum uppi +8,5 stig.

6-7:Norðaustan gola,en oftast kaldi,él,þurrt þ.6,hiti +2 stig niðri -2 stig.

8:Suðaustan kul í fyrstu síðan stinningskaldi,lítilsáttar él,hiti -1 til +4 stig.

9-11:Norðaustan og síðan Norðan,stormur,hvassviðri og síðan kaldi þ.11.Enn SA kul seinnipart þ.11,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +4 stigum niðri -5 stig.

12-13:Ausnorðaustan,síðan suðlægar vindáttir,stinningsgola,gola,kul. NNA kaldi um kvöldið þ.13,slydda eða rigning,hiti +2 til +5 stig.

14:Breytilegar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,smá él,hiti 0 til 2 stig.

15:Suðvestan allhvass og rigning eða slydda, V gola um kvöldið og snjókoma,hiti +1 til +5 stig.

16-18:Norðan stinningskaldi,allhvass eða hvassviðri,snjókoma,él,frost -1 til -4 stig.

19-22:Norðaustan kaldi,stinningskaldi eða allhvasst og hvassviðri um tíma,él,snjókoma,rigning,hiti frá -3 stig uppi +5 stig.

23-28:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola en stinningskaldi um tíma þ.25. slydda,frostúði,rigning,enn þurrt í veðri 26,27 og 28,hiti frá +5 stigum niðri -2 stig.

29-30:Norðaustan og A, kaldi síðan stinningsgola og gola um kvöldið 30. smá él,hiti +1 til +2 stig.

 

Úrkoman mældist: 78,6 mm. (í nóvember 2011:100,7 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 5.+8,5 stig.

Mest frost mældist þann 2. -4,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,92 stig.  (í nóvember 2011:+0,21 stig.)

Alhvít jörð var í 13 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 6 daga.

Mesta snjódýpt mældist: 39 cm, þann 20.

Sjóveður:Mjög slæmt eða ekkert sjóveður: 1-2-3 og 9 og 10.Ölduhæð allt uppi 13 metra. Annars mjög slæmt í sjóinn. Helst sæmilegt sjóveður síðustu viku mánaðarins.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Vefurinn minnir á yfirlit yfir veðrið mörg ár aftur í tímann vinstra megin fyrir ofan veðurspá:hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
Vefumsjón