Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. desember 2017 Prenta

Veðrið í Nóvember 2017.

Svona skóf snjó að bílskúrsdyrum í Norðurfirði í norðanbylnum í mánuðinum. Eins og pússað þunnu lagi efst upp á hurð. Mynd Þórólfur Guðfinnsson.
Svona skóf snjó að bílskúrsdyrum í Norðurfirði í norðanbylnum í mánuðinum. Eins og pússað þunnu lagi efst upp á hurð. Mynd Þórólfur Guðfinnsson.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum og var umhleypingasamt í mánuðinum, en hægviðri á milli og góðir dagar, með hita yfir frostmarki í fyrstu en yfirleitt með frosti, en talsverð sveifla í hitastigi. Þann 20 gekk í ákveðna norðanátt eða norðaustanátt með hvassviðri eða stormi og snjókomu eða éljum, sem gekk síðan niður eftir hádegið þann 25. Síðan var hægviðri í þrjá daga. En síðustu tvo daga mánaðarins var suðvestan og SV hvassviðri þann 30. með hlýju veðri, og tók þennan litla snjó upp sem var, enn nokkuð svellað. Mánuðurinn var mun kaldari en nóvember 2016 í fyrra.

Jörð varð fyrst talin flekkótt þann 3. Og alhvít jörð var talin fyrst á veðurstöðinni þann 18.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 72 mm. (í nóvember 2016: 92,0 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 30. +9,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 26. -5,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig. ( í nóvember 2016: +3,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,32 stig. (í nóvember 2016: +0,52 stig.)

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist 16 cm þann 28.

Sjóveður: Mjög rysjótt oftast slæmt, en sæmilegt dagana 13 til 19 og síðustu þrjá daga mánaðar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan kaldi, stinningsgola, í fyrstu síðan SV gola, þurrt í veðri, hiti -1 til 2 stig.

2: Suðvestan hvassviðri, allhvasst, kaldi, stinningsgola, rigning, skúrir, hiti 1 til 8 stig.

3-4: Norðan eða NNA kaldi eða stinningskaldi, slydda, snjókoma, él, hiti -1 til 2 stig.

5: Austan gola, síðan stinningsgola, snjókoma, slydda, rigning um kvöldið og fram á nótt, hiti -2 til 3 stig.

6-7: Sunnan, stinningsgola, kaldi, gola, kul, síðan V stinningsgola, gola, él, hiti -1 til 3 stig.

8: Norðaustan stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, él, hiti 1 til 3 stig.

9-12: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri 9 og 10, annars litilsáttar él eða snjókoma, hiti -4 til 2 stig.

13-16: Suðvestan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi,skúrir, él, snjókoma, en þurrt í veðri þann 16.hiti -1 til 5 stig.

17-18: Vestan, SV, eða breytilegar vindáttir, gola, stinningsgola, stinningskaldi, síðan kul, snjóél, en þurrt í veðri þann 18. hiti 2 til -6 stig.

19: Austan, kaldi, stinningskaldi, snjóél, haglél, hiti -1 til 2 stig.

20-25: Norðan eða NA allhvass, hvassviðri, stormur, en V gola síðdegis þ.25. snjókoma, slydda, él, frostrigning, hiti 3 til -4 stig.

26-28: Auslægar eða breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, kul,snjóél þ.27, annars þurrt í veðri, hiti -6 til 2 stig.

29-30: Suðvestan stinningsgola, allhvasst, hvassviðri, þurrt í veðri þ.29. en skúrarvottur þ.30. hiti 2 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Árnes II-23-07-2008.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
Vefumsjón