Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. desember 2020 Prenta

Veðrið í Nóvember 2020.

Árnesstapar- Reykjarneshyrna- Mýrarhnjúkur.
Árnesstapar- Reykjarneshyrna- Mýrarhnjúkur.

Mánuðurinn byrjaði með norðvestanátt með rigningu og síðan slyddu, fyrstu tvo dagana. Frá 3 til 10 var suðvestan með hvassviðri eða stormi 4 og 5. Og skúrum eða éljum, rigningu, hitasveiflur með 1 stigs frosti uppí 11 stiga hita. Þá var hæg suðlæg vindátt með þurru veðri 11 og 12. 13 til 17 voru norðlægar vindáttir frá kalda og uppí hvassviðri, með nokkurri úrkomu. 18 og 19 var hæg suðlæg vindátt með þurru veðri. 20 og 21 var norðan mikinn hlutann allhvass vindur með talsverðri úrkomu, rigningu, slyddu eða snjókomu. 22 var hæg suðaustlæg vindátt með þurru veðri. Þá var Norðaustanátt, allhvöss með éljum 23 og 24. Frá 25 til 28 var suðvestanátt með hvassviðri, stormi eða roki, og miklum stormkviðum. Tvo síðustu daga mánaðarins voru hægar breytilegar vindáttir.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur.

Talsverð hálka var á vegum í mánuðinum.

Vindur fór í 33 m/s í kviðum þann 4 í Suðvestanáttinni sem eru tólf vindstig gömul.

Vindur fór í 44 m/s í kviðum um morguninn þann 27 þegar jafnavindur var 28 m/s.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 126,4 mm. (í nóvember 2019: 24,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 5. +11,0 stig.

Mest frost mældist þann 18. -6,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,6 stig. (í j nóvember 2019: +2,2 stig,)

Meðalhiti við jörð var -1,29 stig. (í nóvember 2019: -1,28 stig.)

Sjóveður. Mjög rysjótt. Gott eða sæmilegt, sjólítið eða dálítill sjór,7, 8, 9, 10, 11, 12, 18, 19, 29, 30. Annars slæmt vegna ölduhæðar eða hvassviðra, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð var því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30: 7 cm.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, slydda, hiti +1 til +5 stig.

3-10: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, enn hvassviðri eða stormur 4 og 5. Skúrir, snjóél, rigning, en úrkomulaust 3, 8 og 10. Hiti -1 til +11 stig.

11-12: Sunnan eða SA, kul eða gola, úrkomulaust, hiti -1 til +4 stig.

13-17: Norðan, NA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri þ.15., rigning, slydda, snjókoma, snjóél, hiti -2 til +5 stig.

18-19: Suðvestan, S, SA, kul eða gola, úrkomulaust, hiti -6,5 til +1 stig.

20-21: Norðan kul og síðan allhvasst, rigning, slydda, snjókoma, hiti -6 til +4 stig.

22: Suðaustan kul, úrkomulaust, hiti -4 til +2 stig.

23-24: Suðaustan kul í fyrstu síðan NA stinningskaldi, allhvasst, þurrt þ. 23. Síðan él, hiti -5 til +3 stig.

25-28: Suðvestan stinningsgola, stinningskaldi, hvassviðri, stormur, rok, skúrir, slyddu og snjóél, hiti -3 til +6,6 stig.

29: Sunnan kul í fyrstu, síðan Vestan gola eða stinningsgola, úrkomulaust, hiti -2 til +2 stig.

30: Norðan, NNA stinningsgola í fyrstu, síðan SA gola, snjóél, snjókoma, hiti -1 til -0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
Vefumsjón