Veðrið í Nóvember 2024.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 39,0 mm. (í nóvember 2023: 35,9 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 7 daga.
Þurrir dagar voru 6.
Mestur hiti mældist þann 12: +15,7 stig.
Mest frost mældist þann 28: -8,6 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +1,8 stig. (í nóvember 2023: +2,1 stig.)
Meðalhiti við jörð var -1,65 stig. (í nóvember 2023: -1,87 stig.)
Alhvít jörð var í 13 daga.
Flekkótt jörð var í 7 daga.
Auð jörð var því í 10 daga.
Mesta snjódýpt mældist dagana 1-22-23-24: 9.CM.
Yfirlit dagar eða vikur:
Kalt var fyrstu þrjá dagana, enn síðan hlýnaði og var hlýtt fram í miðjan mánuð, enn síðan kuldatíð.
Í Sunnan og SA hvassviðrinu þann 7 fóru kviður í 35 m/s. Og um kvöldið í SV roki fóru kviður í 39 m/s.
Og í SV hvassviðri þann 13 fóru kviður í 42 m/s.
Norðan átt með frosti og éljum voru frá 16 og til 25. Síðan snerist í SV átt um miðjan dag sama dag, og entist hún fram á kvöld þann 27. Þá um kvöldið snerist snögglega í N átt með snjókomu fram á nótt. Síðan var Norðan út mánuðinn með talsverðu frosti.