Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. nóvember 2014 Prenta

Veðrið í Október 2014.

Gosmystur yfir Reykjaneshyrnu 16-10-2014.
Gosmystur yfir Reykjaneshyrnu 16-10-2014.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum,með skúrum eða rigningu og sæmilega hlýju veðri. En þann þriðja gerði norðvestan áhlaup með mikilli slyddu og sumstaðar snjókomu,snjó festi í byggð og varð alhvítt í sjó fram,eins og í Norðurfirði,en flekkótt að miklu leiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Þetta var fyrsti snjór í byggð á þessu hausti,og einnig sem fjöll urðu alhvít. Síðan voru suðlægar vindáttir í tvo daga. Frá sjötta voru nokkuð umhleypingasamt. Þann 20.gekk í norðan hvassviðri með ofankomu og frysti um tíma. Þá var umhleypingasamt aftur,með hægviðri á milli,en síðasta dag mánaðar gerði austan hvassviðri eða storm,með rigningu. Mjög úrkomusamt var í mánuðinum,þótt sjö dagar væru úrkomulausir. Talsvert gosmistur var þann 6 og 7,sem talið var ættað frá gosinu í Holuhrauni,og einnig 15 og 16.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Sunnan eða SV,stinningsgola,kaldi,en NA um kvöldið þ.2 með stinningskalda,skúrir,rigning,hiti 5 til 9 stig.

3:Norðvestan hvassviðri,en V gola um kvöldið,mikil slydda,hiti 0 til 2 stig.

4-5:Suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola,lítilsáttar rigning þann 4.en þurrt þann 5.hiti frá -0 stigum upp í +9 stig.

6-10:Norðaustan,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvass,mistur,skúrir,þurrt þ.7.hiti 5 til 11 stig.

11-12:Norðan,gola,stinningsgola,kaldi,snjóél,snjókoma,slydda,rigning,hiti 0 til 3 stig.

13:Suðvestan,kul,snjókoma,slydda,rigning,hiti 1 til 4 stig.

14-16:Suðlægar eða auslægar vindáttir,andvar,kul,stinningsgola,allhvass,mistur,rigning þ.16.þurrt þ.14 og 15.hiti -2 stig upp í +6 stig.

17:Norðan,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,rigning,súld,hiti 2 til 7 stig.

18-19:Austan,eða suðlægar vindáttir,gola,stinningsgola,stinningskaldi,kaldi,rigning,hiti 5 til 8 stig.

20-21:Norðan og NV,hvassviðri eða stormur 20.síðan allhvass,stinningsgola,snjókoma,él,hiti -2 til +3 stig.

22:Suðlægar vindáttir síðan NA,kul,stinningsgola,þurrt í veðri,hiti frá -4 stigum upp í +4 stig.

23-25:Norðaustan,kaldi,stinningsgola,eða gola,rigning eða slydda,hiti 2 til 5 stig.

26-28:Norðan,kaldi,stinningskaldi eða allhvass,snjó eða slydduél og eða slydda,hiti +0 til +4 stig.

29:Suðaustan andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti -1 til +2 stig.

30:Suðaustan kul í fyrstu síðan NA stinningsgola,þurrt í veðri,hiti -3 til +4 stig.

31: Ausnorðaustan,allhvass,hvassviðri,stormur,rigning,hiti 3 til 6 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 134,2 mm.  (í október 2013: 70,5 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist +11,0 stig dagana 6 og 7.

Mest frost mældist -3,5 stig þann 22.

Meðalhiti mánaðarins var?

Meðalhiti við jörð var +0.95 stig. (október 2013: +1,76 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð því í 25 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 21: 4 cm.

Sjóveður:Var mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Víganes:Í október 2010.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón