Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. október 2015 Prenta

Veðrið í September 2015.

Bændur voru nokkuð sáttir við fallþunga dilka eftir slæmt vor og sumar.
Bændur voru nokkuð sáttir við fallþunga dilka eftir slæmt vor og sumar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði að þessu sinni með suðlægum vindáttum og að mestu hlýju veðri fram til 10. ,en suðlægar eða breytilegar vindáttir frá 11.  fram til 12, en þá fór að kólna aðeins. Frá 13 og fram til 17 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og fremur svölu veðri. Eftir það voru breytilegar vindáttir eða auslægar fram til 22. Frá 23 og fram til 26 voru hafáttir. Frá 27 voru suðlægar eða austlægar vindáttir, enn mánuðurinn endaði með suðvestan stormi með miklum stormkviðum. Úrkomulítið var fyrri hluta mánaðar, talsverð úrkoma frá miðjum mánuði.

Vindur náði tólf vindstigum gömlum þann 9. eða 34 m/s í kviðum. Og einnig þann 30. náði vindur 38 m/s í kviðum í suðvestanátt.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 58,6 mm.  (í september 2014: 91,8 mm.)

Úrkomu vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.     

Mestur hiti mældist þann 9: +15,6 stig.

Minnstur hiti mældist þann 4: +2,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +5,40 stig.  (í september 2014: +5,6 stig.)

Sjóveður: 13,14 og 15, talsverður eða allmikill sjór, 23,24, og 25, talsverður,allmikill og mikill sjór. Annars sæmilegt eða gott sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Klætt þak 11-11-08.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
Vefumsjón