Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2018 Prenta

Veðrið í September 2018.

Fé kom vænt af fjalli og fallþungi dilka var meiri en í fyrra.
Fé kom vænt af fjalli og fallþungi dilka var meiri en í fyrra.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestan var fyrsta dag mánað með allhvössum vindi og skúrum. Síðan hægar breytilegar vindáttir með smá skúrum til 4. Þann 5 og 6 var hæg norðlæg vindátt með súld. Og frá 7 til 12 voru hægar breytilegar vindáttir með lítilsáttar vætu með köflum. Frá 13 og fram til 22 voru norðlægar vindáttir, oft allhvassar með rigningu og síðan slyddu, og snjóaði sumstaðar í sjó fram, er þetta því fyrsta hausthretið. 23 og 24 voru suðvestanáttir og þann 24 gerði SV storm með miklum skúrum, og ofsaveðri í hryðjum 33 m/s. Síðan var hægviðri með suðlægum eða breytilegum vindáttum, með vætu. Þann 28 var suðvestan hvassviðri með rigningu og síðan skúrum. Þá var norðan skot með rigningu og síðan slyddu þann 29. Síðan endaði mánuðurinn með hægri breytilegri vindátt og björtu og þurru veðri.

Fyrsti snjór í fjöllum var að morgni 15. Og fyrst varð alhvítt í fjöllum fyrir hádegi þann 20.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 54,6 mm. (í september 2017: 116,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 4 og 7: +14,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: -2,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,8 stig. (í september 2017: +8,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,07 stig. (í september 2017: + 5,75 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður,1 til og með 15 og frá 23 til 28. Gráð, sjólítið, dálítill sjór. Slæmt sjóveður,16 til 22, og 29 og 30. Talsverður sjór, allmikill eða mikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan stinningskaldi, allhvass, kaldi, skúrir, hiti 8 til 12 stig.

2-4: Breytilegar vindáttir, kul,gola, stinningsgola, smá skúrir, þurt í veðri þ.2. hiti 4 til 14 stig.

5-6: Norðan gola eða stinningsgola, síðan kul, súld, hiti 5 til 9 stig.

7-12:Breytilegar vindáttir andvari, kul eða gola, skúrir, súld, þurrt í veðri 7, 8 og 12. hiti 5 til 14 stig.

13-22: Norðan eða NA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, enn norðanáttin datt svo niður þann 22. súld, rigning, skúrir, slydda, þurrt í veðri, þ. 22. hiti 2 til 8 stig.

23-24: Suðvestan, gola, stinningsgola, en stinningskaldi, hvassviðri eða stormur þ.24. skúrir, hiti frá -2 til 9 stig.

25: Breytileg vindátt, SA, VSV, NNA, kul eða gola, rigning, súld, hiti 3 til 7 stig.

26-27: Suðlægar vindáttir, SA, VSV, kul eða gola, skúrir, hiti 0 til 6 stig.

28: Sunnan og síðan SV stinningskaldi, allhvass eða hvassviðri, rigning, skúrir, hiti 6 til 10 stig.

29: Norðan kaldi, stinningskaldi, rigning, slydda, hiti 2 til 3 stig.

30: Breytileg vindátt, SV, SA, kul eða gola, þurrt í veðri, hiti frá -2 til 6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón