Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. október 2022 Prenta

Veðrið í September 2022.

Mýrarhnjúkur og Mýrarhnjúksvatn.
Mýrarhnjúkur og Mýrarhnjúksvatn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var hæg suðlæg vindátt og hlýtt í veðri. Þann 2 var norðan stinningskaldi með súld og rigningu, svalt í veðri. Þann 3 var breytileg vindátt og hægviðri með súldarvotti. Þann 4 var suðvestanátt með hlýu veðri. Frá 5 til 9 var hægviðri með lítilsáttar úrkomu. 10 og 11 var norðan kaldi með þokulofti og lítilsáttar súld. Þann 12 var suðvestan kaldi með hlýju veðri. Þá var norðan 13 og 14 með smá súld. Þann 15 var breytileg vindátt með hægviðri. Þann 16 var suðvestan strekkingur. 17 og 18 var norðlæg vindátt og hægviðri. Þann 19 var austan gola og rigning, hlýtt í veðri. 20 til 21 var suðlæg vindátt með rigningu um tíma og hlýtt í veðri. Þann 22 var norðaustanátt með súld og þokulofti, kalt í veðri. 23 og 24 var suðvestan hvassviðri uppí ofsaveður í jafnavind. Þann 25 var norðlæg vindátt, með lítilsáttar vætu. 26 til 28 var hægviðri og þurrviðri. 29 og 30 var austlæg vindátt en gekk síðan í norðaustan og orðin allhvass um kvöldið þ.30. Súld og rigning.

Vindur fór í kviðum uppí 43 m/s  þann 24.

Borgarísjaki sást í mánuðinum frá veðurstöðinni. Hafísfréttir sendar á VÍ 20og 21.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 33,0 mm. ( í september 2021 188,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 4: +17,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 27: 0,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,3 stig. (í september 2021 +7,9 stig.)

Meðalhiti við jörð var +2,72 stig. (í september 2021 +4,37 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður var í meirihluta mánaðarins, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Enn slæmt sjóveður var vegna ölduhæðar eða hvassviðra dagana, 2, 10, 12, 13, 16, 24, 25, 26, 27, 30. Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Sunnan SSV, kul, gola, úrkomulaust, hiti +8 til +13 stig.

2: Norðan, NNV, stinningskaldi, kaldi,stinningsgola, súld, rigning, hiti +5 til +7 stig.

3: Breytileg vindátt, kul, stinningsgola,súld, hiti +8 til +11 stig.

4: Suðvestan, kaldi, stinningskaldi, gola, kul, úrkomulaust, hiti +9 til +17 stig.

5-9: Breytilegar vindáttir, andvari, kul, þoka, súld, rigning, úrkomulaust 5 og 6, hiti +2 til +15 stig.

10-11: Norðan, gola, kaldi, þoka, súld, hiti +3 til +8 stig.

12: Suðvestan gola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust, hiti +9 til 13 stig.

13-14: Norðan kaldi, stinningsgola, kul, súld, úrkomulaust þ.14. Hiti +3 til +7 stig.

15: Breytileg vindátt kul eða gola, úrkomulaust, hiti +1 til 8 stig.

16: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, úrkomulaust, hiti +5 til +12 stig.

17-18: Norðan, NA, kul eða gola, súldarvottur, úrkomulaust þ. 18.Hiti +3 til +10 stig.

19: Austan gola, rigning, hiti +7 til +14 stig.

20-21: Suðvestan kaldi, stinningsgola, SA, gola um tíma með rigningu, hiti +8 til +15,5 stig.

22: Norðaustan, ANA, súld og þokuloft, hiti +4 til +6 stig.

23-24: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður, úrkomulaust þ.23, skúrir.þ.24. hiti +6 til +16 stig.

25: Norðan, NNV, NA, allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola, rigningarvottur, hiti +5 til +9 stig.

26-28: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, úrkomulaust, hiti +0 til +7,5 stig.

29-30: Suðaustan kul í fyrstu síðan ANA og NA gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, súld, rigning, hiti +6 til +9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón