Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. febrúar 2010 Prenta

Veðurstofa Íslands 90 ára.

Hús Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg.Mynd Guðrún Pálsdóttir.
Hús Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg.Mynd Guðrún Pálsdóttir.

Nú fyrir skemmstu varð Veðurstofa Íslands 90 ára, en hún telst hafa tekið til starfa 1. janúar 1920. Hún var í fyrstu deild í annarri stofnun, Löggildingarstofunni, og hét Veðurfræðideild.

Löggildingarstofan hafði verið stofnuð 1918 og varð Þorkell Þorkelsson forstöðumaður hennar. Löggildingarstofan var lögð niður í árslok 1924 og varð Veðurfræðideildin að forminu til sjálfstæð stofnun frá ársbyrjun 1925 undir heitinu Veðurstofan. Með fyrstu lögum um stofnunina 1926 fékk hún nafnið Veðurstofa Íslands.

Helstu lögbundnu viðfangsefni Veðurstofunnar voru gagnasöfnun til rannsókna á loftslagi landsins, úrvinnsla úr veðurskýrslum frá veðurstöðvum og útgáfa veðurfarsskýrslna, söfnun daglegra veðurskeyta og útsending fregna um veðurútlit, söfnun frétta um hafís, eldgos og öskufall og eftirlit með landskjálftamælingum.

Starfsemi Veðurstofunnar stórefldist strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Þá tók Ísland að sér flugleiðsöguþjónustu á Norður-Atlantshafi, þ. á. m. veðurþjónustu vegna millilandaflugs. Flugveðurþjónustu var komið á laggirnar á Keflavíkurflugvelli vorið 1952, en mikilvægi vallarins fór stöðugt vaxandi.

 

Starfsmenn í Reykjavík eru nú um 110, sex á Ísafirði og sjö á Keflavíkurflugvelli. Þá eru ótaldir veðurathugunarmenn, snjóathugunarmenn, eftirlitsmenn vatnshæðarmæla og jarðeftirlitskerfa, um 160 að tölu.

Þegar Þorkell Þorkelsson lét af starfi veðurstofustjóra árið 1946, tók Teresía Guðmundsson við og stýrði stofnuninni til 1963. Síðan gegndu starfi veðurstofustjóra: Hlynur Sigtryggsson (1963-1989), Páll Bergþórsson (1989-1993) og Magnús Jónsson (1994-2008). Núverandi forstjóri, Árni Snorrason, tók við starfinu við sameininguna í ársbyrjun 2009.
Nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón