Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. febrúar 2010 Prenta

Veðurstofa Íslands áréttar nauðsyn þess að notendur lesi textaveðurspár.

Textaveðurspáin er nákvæmust.
Textaveðurspáin er nákvæmust.

Veðurstofa Íslands hefur áréttað á vef sínum www.vedur.is að notendur noti textaspá.
Við gerð veðurspáa nýta veðurfræðingar veðurlíkön og veðurathuganir, jafnt á jörðu niðri sem frá veðurtunglum, veðurkönnum, flugvélum og veðursjá, auk þekkingar á veðurfræði og veðurlíkönum, til að meta ástand og útlit hverju sinni.

Veðrið er vaktað allan sólarhringinn alla daga ársins á Veðurstofu Íslands. Veðurspár eru skrifaðar oft á sólarhring og iðulega gefnar út viðvaranir um vá vegna veðurs.

Tölvureiknuðu spánum ber ekki alltaf saman um veigamikil atriði eins og brautir lægða og dýpt þeirra. Sjálfvirkar veðurspár, bæði staðaspár og veðurþáttaspár, eru byggðar á einni tölvureiknaðri spá. Það er því eðlilegt að einhver munur sé á sjálfvirkri spá og textaspá sem tekur tillit til fleiri þátta, auk þess að ná yfir stærra svæði. Það er því ekki að tilefnislausu að notendum vedur.is er bent á að sé munur á sjálfvirkri spá og textaspá þá gildir textaspáin. Sama er gert víðast hvar, til dæmis á vefsíðum yr.no.
Nánari skýringar á vef Veðurstofu Íslands hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Hafís. 13-06-2018
  • Reykjaneshyrna 10-03-2008.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Langt komið að steypa plötu.01-10-08.
Vefumsjón