Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. júní 2010 Prenta

Vefsíða um öryggismál ferðamanna.

17 aðilar skrifuðu undir samstarfssamning um öryggismál ferðamanna.Myndin er af vef VÍ.
17 aðilar skrifuðu undir samstarfssamning um öryggismál ferðamanna.Myndin er af vef VÍ.

Í byrjun júní 2010 skrifuðu sautján aðilar, er koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt, undir samstarfssamning í Krýsuvík um öryggismál ferðamanna.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur á undanförnum árum beitt sér í auknum mæli að öryggismálum ferðamanna, til dæmis með Hálendisvakt björgunarsveitanna. Í ár var ákveðið að ganga skrefinu lengra og efla forvarnir með því að ná saman flestum þeim er koma að öryggi ferðafólks. Leitað var til félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í þeim tilgangi að nýta betur fjármuni, þekkingu og reynslu þeirra.

Þessir aðilar hafa sameinast um einn vettvang þar sem allar upplýsingar um örugga ferðamennsku eru aðgengilegar. Sá staður er vefsíðan www.safetravel.is ásamt blaði með sama nafni. Þar eru upplýsingar um margs konar útivist, íslenska náttúru og veður. Jafnframt verða tenglar inn á landakort, færð á vegum, veðurhorfur, afþreyingu og fleira.
Nánar hér á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Litla-Ávík.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
  • Söngur.
Vefumsjón