Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. desember 2015 Prenta

Vefurinn Litlihjalli.is hættir á áramótum.

Litlihjalli.is hættir um áramótin.
Litlihjalli.is hættir um áramótin.
1 af 2

Tilkynning frá Jóni Guðbirni Guðjónssyni vefstjóra og eiganda www.litlihjalli.is :

Vefurinn litlihjalli hefur verið rekin allt frá desember 2003, þá fyrst sem bloggsíða og síðan fréttasíða úr Árneshreppi á Ströndum. Nú um áramót verður fréttaskrifum hætt og vefnum lokað. Og einnig lokast fyrir netfangið litlihjalli@litlihjalli.is Vefurinn hefur alltaf verið vistaður hjá Snerpu ehf á Ísafirði. Jón Guðbjörn vill segja þetta um lokun vefsins: „Ég vil byrja á að þakka tölvu og netþjónustufyrirtækinu Snerpu fyrir frábæra þjónustu frá byrjun. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem hafa auglýst á vefnum og sérstaklega Hótel Djúpavík sem var fljótlega með auglýsingu á vefnum og þeim hjá Rjómabúinu Erpsstöðum sem hafa verið í nokkur ár með eina stærstu auglýsinguna. Öllum hinum vil ég þakka kærlega fyrir. Enn fremur er sveitarfélaginu Árneshreppi þökkuð styrkveitingar til vefsins í gegnum árin. En auglýsingar á vefnum hafa ekki dugað fyrir þessum föstu gjöldum af vefnum  hné aðrir styrkir, og vefurinn hefur verið rekinn með tapi í öll árin. En ekki síst af öllu vill ég sem vefstjóri vefsins þakka öllum lesendunum sem tóku þessum vef mjög vel frá byrjun og fylgst vel með og fögnuðu þessum vef á sínum tíma. Enn nú ætla ég að hætta kæru vinir".

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Vatn sótt.
Vefumsjón