Vegagerðin hreinsar veginn norður í Árneshrepp.
Vegagerðin byrjaði að hreinsa veginn norður í Árneshrepp í morgun.“að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík er bíll með tönn að hreinsa grjót í Kaldbaksvíkurkleif og Veiðileysukleif,en talverður grjótsalli er í þessum kleifum. Einnig er tæki norðanmegin frá að hreinsa snjó sunnan megin í Veiðileysuhálsi frá Bæjarám sunnanverðu í hálsinum,einnig er verið að athuga með vegaskemmdir á veginum norður eftir leysingarnar í daginn að sögn Sverris,en engin tími hefur gefist í það fyrr vegna vegaskemmdanna sitt hvoru megin við Hólmavík., einnig segir Sverrir að vegurinn verði merktur opinberlega fær á vegakorti Vegagerðarinnar um eða eftir hádegið;.
Fólk hefur nú verið að fara á stórum jeppum um veginn undanfarna daga en nokkur hliðarhalli er í þessum sköflum sunnan megin í Veiðileysuhálsinum og nokkuð hættulegt,og erfitt var vegna grjóts í kleifunum. Nú er þetta að lagast um hádegið.