Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. febrúar 2015 Prenta

Vegagerðin hreinsar veginn norður í Árneshrepp.

Talsvert grjóthrun var í leysingunum fyrir nokkrum dögum. Myndasafn.
Talsvert grjóthrun var í leysingunum fyrir nokkrum dögum. Myndasafn.

Vegagerðin byrjaði að hreinsa veginn norður í Árneshrepp í morgun.“að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík er bíll með tönn að hreinsa grjót í Kaldbaksvíkurkleif og Veiðileysukleif,en talverður grjótsalli er í þessum kleifum. Einnig er tæki norðanmegin frá að hreinsa snjó sunnan megin í Veiðileysuhálsi frá Bæjarám sunnanverðu í hálsinum,einnig er verið að athuga með vegaskemmdir á veginum norður eftir leysingarnar í daginn að sögn Sverris,en engin tími hefur gefist í það fyrr vegna vegaskemmdanna sitt hvoru megin við Hólmavík., einnig segir Sverrir að vegurinn verði merktur opinberlega fær á vegakorti Vegagerðarinnar um eða eftir hádegið;.

Fólk hefur nú verið að fara á stórum jeppum um veginn undanfarna daga en nokkur hliðarhalli er í þessum sköflum sunnan megin í Veiðileysuhálsinum og nokkuð hættulegt,og erfitt var vegna grjóts í kleifunum. Nú er þetta að lagast um hádegið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
Vefumsjón