Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. júní 2017 Prenta

Vélhjólaslys á Drangsnesvegi.

Mynd Rúv. Karl Sigtryggsson.
Mynd Rúv. Karl Sigtryggsson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Hólmavíkur rétt eftir hádegi til að sækja mann sem slasaðist á vélhjóli. Ekki er vitað um ástand hins slasaða að svo stöddu.
Tilkynning barst klukkan 12:25 um slys á Sléttuvík, norðan við Drangsnes, á Vestfjörðum, þegar karlmaður á vélhjóli hafnaði utan vegar. Líklegt er talið að viðkomandi hafi lent í lausamöl.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum var þyrla Landhelgisgæslunnar send til að ná í manninn og var hann sóttur til Hólmavíkur. 

Þyrlan lenti í Reykjavík rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er ekki vitað um ástand mannsins að svo stöddu. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
Vefumsjón