Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. nóvember 2009 Prenta

Verða Vestfirðir paradís náttúrulauga?

Krossnessundlaug.
Krossnessundlaug.
1 af 2
Fréttatilkynning frá verkefnisstjóra Vatnavina Vestfjarða og Atvest.
Vestfirðir einkennast af fjölda heitra náttúrulauga og hafa forsvarsmenn þeirra sameinast um að nýta þær á sjálfbæran hátt og að Vestfirðir verði til fyrirmyndar á landsvísu hvað varðar uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu.   Hópurinn kallar sig Vatnavini Vestfjarða og samanstendur af  landeigendum, ferðaþjónum, arkitektum og öðrum áhugamönnum sem  sameinast í því að þróa vestfirskt aðdráttarafl tengt vatni.

 

Vatnavinir Vestfjarða ætla að  flagga vestfirskum náttúruauðlindum og leyfa ferðamanninum að upplifa þannig náttúruperlur og menningu svæðisins í gegnum náttúrulaugar og vellíðunarþjónustu sem hópurinn mun þróa næstu árin.  

 

Þema hópsins er heitt og kalt vatn.  Sjór, vatn og jarðvarmi  hafa  mikið aðdráttarafl  fyrir ferðamenn sem njóta þess að slaka á í heitum laugum og ferðast um í leit að nýrri og ógleymanlegri upplifun.   

 

Markmið verkefnisins er að þróa náttúruvæna ferðaþjónustu og gera náttúruauðlindir okkar Vestfirðinga sýnilegri.  Í verkefninu er áhersla lögð á að framkvæmdir í kringum heilsulindir, baðstaði og náttúrulaugar séu vandaðar og vel skipulagðar.  Reynt verður að ljúka nauðsynlegustu framkvæmdum fyrir næsta sumar á útvöldum stöðum, sem allar falla að langtíma framtíðarsýn heilsutengdrar ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

 

Verkefnið er fjórskipt eftir svæðum. Mikilvægt er að hlúa að séreinkennum hvers svæðis fyrir sig.  Í markaðsetningu verður áhersla lögð á sérstöðu hvers svæðis og stuðlað að því að ferðamenn vilji heimsækja öll svæðin. Um er að ræða fyrstu skrefin til frekari uppbyggingar á næstu árum með áherslu á fjölgun ferðamanna á þeim baðstöðum sem þegar eru til en hafa fram að þessu lítið  verið kynntir innanlands og erlendis.

 

Vatnavinir Vestfjarða ætla ekki aðeins að hvetja fólk til að að nýta náttúrulaugarnar á Vestfjörðum heldur ætlar hópurinn að þróa hágæða heilsuferðaþjónustu með framtíðarsýn um uppbygging stærri heilsulinda á 1-2 stöðum og verður grunnur lagður að þeirri þróunarvinnu með verkefninu. Um er að ræða langtímaverkefni  sem mun krefjast þolinmæði, fjármagns og viljafestu margra til að verða að veruleika. 

 

Vinnufundur Vatnavina Vestfjarða. Fyrr í vikunni stóðu Vatnavinir í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða fyrir fjölmennu vinnuþingi sem haldið var að Laugarhóli í Bjarnarfirði.  Vatnavinir kynntu frumlegar skissur og  grunnhugmyndavinnu hönnuða á 11 náttúrböðum víðsvegar á Vestfjörðum, stöðu þeirra í dag og möguleikum til framtíðar.

 

Mörg áhugaverð erindi voru flutt á þinginu m.a. um lækningarmátt þara og vatns, samnýtingu náttúrubaða við aðra ferðaþjónustu, eiginleika vatns á Vestfjörðum og mikilvægi óhefðbundinna  lækninga við uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu.   Vatnavinir kynntu opnun heimasíðunnar http://www.vatnavinir.is ásamt öðru markaðsetningarefni.   Á þinginu var rætt um verkefnið frá ýmsum hliðum og endað á því að móta sameiginlega framtíð þessa viðamikla klasaverkefnis.

 

Fjölmargir sóttu vinnuþingið, Vatnavinir víðs vegar að, staðarhaldarar á baðstöðum, aðrir ferðaþjónar, fyrirlesarar og gestir. Einn fyrirlesaranna, Hermann Ottósson forstöðumaður fræðslu- og ráðgjafarsviðs hjá Útflutningsráði, segir  mikla gunnvinu hafa átt sér stað sem muni nýtast verkefninu  vel og er ánægður með árangur þingsins og þátttöku Vestfirðinga.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Súngið af mikilli raust.
Vefumsjón