Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. júní 2012 Prenta

Verkefnastyrkir frá Menningarráði Vestfjarða.

Búið er að úthluta verkefnastyrkjum.
Búið er að úthluta verkefnastyrkjum.

Menningarráð Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar ráðsins á verkefnastyrkjum árið 2012 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Úthlutanir ráðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru fyrir hverja úthlutun. Að þessu sinni eru veitt framlög til 33 verkefna, samtals að upphæð 19.130.000.- Áður hefur Menningarráð Vestfjarða úthlutað 11,4 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki á þessu ári. Verkefnastyrkirnir eru á bilinu 90 þúsund til 1,5 milljón, en það var verkefni Minjasafnsins á Hnjóti sem ber yfirskriftina Björgunarafrekið við Látrabjarg sem fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Alls bárust 107 umsóknir og eins og venjulega var í þeim hópi mikill fjöldi góðra umsókna og spennandi verkefna. Menningarráðið þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum öllum velfarnaðar í verkefnum sínum. Næst verður auglýst eftir umsóknum nálægt næstu áramótum. Eftirtalin verkefni fengu verkefnastyrki frá Menningarráði Vestfjarða að þessu sinni (umsækjandi er innan sviga):

 

Björgunarafrekið við Látrabjarg (Minjasafnið á Hnjóti) 1.500.000.-
Starf og viðburðir í Menningarmiðstöðinni Edinborg árið 2012 (Menningarmiðstöðin Edinborg) 1.000.000.-
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda 2012 (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda) 1.000.000.-
Act alone 2012 (Act alone) 1.000.000.-

Þjóðleikur á Vestfjörðum (Þjóðleikur) 1.000.000.-

 

Hrafna-Flóki söngleikur (Vestfirska skemmtifélagið) 800.000.-

Pönk á Patró, tónlistarhátíð fyrir börn og með börnum (Pönk á Patró - Tónlistarhátíð) 800.000.-

Sálin hans Muggs míns (Kómedíuleikhúsið) 800.000.-
Galdrastafir (Ragnar Ingi Hrafnkelsson & Smári Gunnarsson) 800.000.-
Sögulegar vestfirskar stuttmyndir (Gláma) 800.000.-
Arnarsetur Íslands - sýning (Össusetur Íslands ehf) 700.000.-
Hvalabeinin úr Skrúð og hvalveiðar á Vestfjörðum (Framkvæmdasjóður Skrúðs) 700.000.-
Krummi á alla kanta (Náttúrugripasafn Bolungarvíkur) 690.000.-
List á Vestfjörðum 2012 (Félag vestfirskra listamanna) 600.000.-
Grunnsýning um Stein Steinarr í Steinshúsi (Sögumiðlun ehf) 600.000.-
Vestfirsk ljósmyndabók (Eyþór Jóvinsson) 600.000.-
Frásagnasafnið - lokaáfangi (Þjóðfræðistofa) 600.000.-
Rauðasandur Festival (Rauðasandur Festival) 600.000.-
Flókatóftir (Vesturbyggð) 500.000.-
Listamaðurinn með barnshjartað - leiksýning (Kómedíuleikhúsið) 500.000.-
Safn sem hýsir sögu kvennamenningar og lista (Kvenfélagið Ósk) 500.000.-
Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon og aðrar sérsýningar Sauðfjárseturs á afmælisári þess (Sauðfjársetur á Ströndum ses) 500.000.-

One Scene (Fjölnir Már Baldursson) 400.000.-
Sýning um skinnklæði (Sandra Borg Bjarnadóttir) 400.000.-
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum - viðbætur (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf) 350.000.-
Tónlist frá ýmsum hliðum (Fræðslumiðstöð Vestfjarða) 300.000.-
Strandastelpa - frá Yangjiang norður í Trékyllisvík (Ingibjörg Valgeirsdóttir) 250.000.-

Harpa og Ragna: Arnarfjörður (Markús Þór Andrésson) 200.000.-
Einstök sýning - Sigurlaug Jónasdóttir (Gíslastaðir) 200.000.-

Allir eitt - ljósmyndasýning (Hótel Laugarhóll) 150.000.-

Götulistanámskeið á Ísafirði (Lisbet Harðard. Ólafardóttir) 100.000.-
Líf og list Þórdísar Egilsdóttur (Sigrún Gunnarsdóttir) 100.000.-
Dansi dansi dúkkan mín (Jósefína Guðrún Gísladóttir) 90.000.-

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Kristín í eldhúsinu.
  • Krossnes-20-10-2001.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón