Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. mars 2017 Prenta

Verktaki úr Hrútafirði við snómokstur fyrir sunnan.

Hannes við snjómokstur. Mynd frá Hannesi.
Hannes við snjómokstur. Mynd frá Hannesi.
1 af 3

Vegagerðin kallaði bónda úr Hrútafirði á Ströndum í snjómokstur sökum mikilla snjóalaga eftir miklu snjókomuna seint í febrúar fyrir sunnan. Það var Hannes Hilmarsson bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði sem kallaður var til, til að hreinsa vegi og vegkanta. Eftir að Hannes var komin með tækin suður yfir heiðar fór hann að hreinsa, og blása með traktor með snjóblásara við suðurenda Hvalfjarðaganga við vegkanta beggja vegna og til Reykjavíkur og út frá Reykjavík, mest allt var unnið á nóttinni í um vikutíma.

Hannes er með miklar og góðar vinnuvélar, traktor, snjóblásara, beltagröfu og margt fleyra og er vinsæll hjá Vegagerðinni sem verktaki fyrir vönduð vinnubrögð. Hann vinnur oft mikið fyrir Vegagerðina á Hólmavík hér norður í Árneshreppi, síðasta stóra vinna hans þar var eftir miklu skriðuföllin sem urðu á Kjörvogshlíðinni í ágúst 2015. Hluti af þessari frétt kom fram í síðasta bændablaði nú 23 mars.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Húsið fellt.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
Vefumsjón