Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. ágúst 2013 Prenta

Verslunarmannahelgin: Lögreglan á Vestfjörðum.

Mikið eftirlit verður gegn fíkniefnum á Vestfjörðum um helgina.
Mikið eftirlit verður gegn fíkniefnum á Vestfjörðum um helgina.
Í firradag (1. ágúst) voru 7 ökumenn á leið til Ísafjarðar kærðir fyrir of hraðan akstur. Flestir þeirra voru í Ísafjarðardjúpi. Sá sem hraðast ók var mældur á 128 km. hraða. Sá má búast við sekt sem hljóðar upp á 70.000.- kr. Þá var einn farþegi sem kom með áætlunarvél til Ísafjarðar tekinn með 2 gr. af kannabisefnum. Fíkniefnahundurinn Clarrissa aðstoðaði lögreglumenn í því tilviki. Einn aðili var vistaður í fangageymslu á Ísafirði í firrinótt sökum ölvunar og óláta. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka um á negldum hjólbörðum og þrír ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á Ísafirði. Lögreglan býst við töluverðri umferð til Ísafjarðar í tengslum við Mýrarboltamót sem þar verður haldið um verslunarmannahelgina.  Ökumenn eru hvattir til að stilla hraða í hóf og vera vel upplagðir við aksturinn.  Lögreglan mun auka umferðareftirlit alla helgina og ekki aðeins á Ísafirði og nágrenni heldur Vestfjörðum öllum.  Þá hefur lögreglunni á Vestfjörðum borist liðsauki bæði í formi lögreglumanna úr öðrum lögregluliðum og eins með fíkniefnaleitarhundi sem verður lögreglumönnum á Vestfjörðum til aðstoðar.  Rétt er að minna á að lögreglan á Vestfjörðum hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart fíkniefnum. Veður er með besta móti á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Veiðileysa-11-09-2002.
  • Náð í einn flotann.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
Vefumsjón