Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. ágúst 2017 Prenta

Verslunarmannahelgin í Árneshreppi 2017.

Mýrarbolti verður á laugardaginn.
Mýrarbolti verður á laugardaginn.
1 af 3

Nóg verður um að vera um verslunarmannahelgina í Árneshreppi að venju. Harmonikkuleikur- Mýrarbolti og dansleikur.

Á föstudagskvöldið 4. ágúst klukkan 21:00 mun Linda Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum leika á harmonikku á Kaffi Norðurfirði fram á kvöld.

Þá er það Mýrarboltamótið sem ungmannafélagið Leifur Heppni heldur á Melum laugardaginn 5. ágúst og hefst klukkan 13:00, þar sem ungir sem aldnir geta skellt sér í forina og haft gaman af. Ekki er vitað enn hvað mörg lið keppa, en skráning og nánari upplýsingar eru í síma 451-4015. Heitt kakó og kleinur verða til sölu þar á staðnum.

Á laugardagskvöldið 5. ágúst stendur ungmannafélagið Leifur Heppni ásamt Björgunarsveitinni Strandasól fyrir dansleik í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Þar munu hinir vinsælu Blek og byttur leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Húsið opnar klukkan 23:00.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
Vefumsjón