Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. mars 2009 Prenta

Verstu veðrin á Vestfjörðum.

Frá Litlu-Ávík 18 janúar 2008.Óveður.
Frá Litlu-Ávík 18 janúar 2008.Óveður.
Trausti Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands hefur tekið sam tíðleika óveðra á landinu í heild ,er þetta mjög svo áhugaverð skírsla.Úrdráttur úr skírslunni:
En fyrst fundist hafa „verstu" byljirnir í Reykjavík og á Akureyri er þá ekki hægt að finna verstu byljina á landinu í heild? Þá hrúgast upp álitamál um skilgreiningar. Hér skal þó gerð tilraun með miklu þrengra viðmiði en því sem notað var að ofan. Vindur skal nú vera yfir 20 m/s, skyggni innan við 500 m og frost meira en 10 stig. Manndrápsveður, ekki satt? Sé hálendisstöðvunum Hveravöllum, Sandbúðum og Nýjabæ sleppt fundust alls 142 athuganir í gagnaskrá Veðurstofunnar sem falla undir þessa skilgreiningu frá og með 1949.

Meir en þriðjungur (69) eru frá stöðvum á Vestfjörðum en síðan koma Raufarhöfn og Grímsstaðir á Fjöllum með háa tíðni. Sé litið á áradreifinguna kemur í ljós að fyrir 1963 eru aðeins 3 athuganir sem ná kröfunum og var það 2. dag gagnaraðarinnar (2. janúar 1949) á Raufarhöfn og Grímsstöðum á Fjöllum. Eftir 1981 koma athuganir af þessu tagi mjög sjaldan fyrir í byggð. Langflestar athuganir falla á örfá ár, árin 1966, 1968, 1969 og 1970 eru með samtals 94. Margir munu átta sig á að þetta er einmitt á hafísárunum svokölluðu og má vafalaust túlka sem enn eina vísbendingu um þær miklu breytingar sem verða á veðurlagi þegar hafís liggur við land.

Það er líka eftirtektarvert að slæðingur af athugunum af þessu tagi er í byggðum allt fram til 1981, en lítið (6) eftir það. En reyndar eru það örfá veður sem skila flestum athugunum. Fárviðrið í lok janúar 1966 er með 16 athuganir, 4. febrúar 1968 með 7, dagarnir 18. til 22. mars 1968 með 6, 1. apríl 1968 með 6, 15. janúar 1969 með 12,5, mars 1969 með 12 og 25. til 26. mars 1970 með 8. Hér er alls staðar miðað við athuganir í byggð. Hlutur Vestfjarða er langmestur en ein og ein athugun er í öðrum landshlutum. Meira að segja bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Margt bendir til þess að á 19. öld hafi nístingshríðar af þessu tagi verið mun tíðari en á þeirri 20. Aldrei var getið um skyggni í veðurathugunum þess tíma og samanburður af því tagi sem hér er notaður því dálítið erfiður gagnvart eldri athugunum.

Versta veðrið í athugunum í þeim mælikvarða sem hér er síðast notaður má teljast á Hornbjargsvita kl. 15 þann 5. mars 1969. Vindhraði var 26,7 m/s, skyggni 100 metrar og frost 19,3 stig.
Skírsluna í heild má lesa hér.Og á www.vedur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Melar I og II.
  • Langa súlan á leið upp.
Vefumsjón