Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. september 2014 Prenta

VestFiðringur á ferð og flugi um Strandir.

Drangaskörð.Fundurinn verður í Árneshreppi 30.september.
Drangaskörð.Fundurinn verður í Árneshreppi 30.september.

Fundarröð VestFiðrings heldur áfram en þessar rómuðu menningar- og sögusamkomur hafa víða komið á síðustu misserum. Nú um mánaðarmótin munu tíundi, ellefti og tólfti fundurinn verða haldnir í einni bendu, norðan frá Árneshreppi, um Kaldrananeshrepp allt til Hólmavíkur. Aðstandendur verkefnisins vona að dreifibréf vegna fundanna muni komast á hvert ból nú á næstu dögum en nánar má lesa um verkefnið og fyrri fundi á www.facebook.com/FiDRiNGR

Mikil eftirvænting er í þeim Elísabetu Gunnarsdóttur og Arnaldi Mána, starfsmanna verkefnisins vegna ferðalagsins enda margar sagnir og sögur tengdar því. Auk þess hefur sérstaða Strandamanna löngum verið eitt af þeirra aðalsmerkjum og því væntanlega eftir nokkru að slægjast þegar kemur að því að safna upplýsingum um sérkenni hvers og eins af þessum þremur svæðum. Þau gera ráð fyrir að koma klyfjuð af fróðleik og hugmyndum til baka, enda stendur bráðlega fyrir dyrum að hefja annan áfanga verkefnisins, hina eiginlegu þróun þeirra átaksverkefna sem unnin verða með hliðsjón af þeim upplýsingum sem safnast á VestFiðringsfundunum sjálfum.    

Fundirnir eru studdir af sveitarfélögunum á svæðinu og er boðið upp á kvöldverð og léttar veitingar en þeir hefjast allir klukkan 17.00 og er lokið fyrir klukkan 21.00. Staðsetningarnar eru eftirfarandi:

Þriðjudaginn 30.september. Félagsheimilið í Trékyllisvík.

Miðvikudaginn 1.október. Malarhornið á Drangsnesi.

Fimmtudaginn 2.október. Galdrasafnið á Hólmavík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Frá brunanum.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
Vefumsjón