Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2010 Prenta

Vestfirðir verðlaunaðir.

Íslendingar taka við verðlaunum úr hendi Antonio Tajani, talið frá vinstri eru Sveinn Rúnar Traustason, Vigdís Esradóttir, Antonio Tajani og Sigurður Atlason.
Íslendingar taka við verðlaunum úr hendi Antonio Tajani, talið frá vinstri eru Sveinn Rúnar Traustason, Vigdís Esradóttir, Antonio Tajani og Sigurður Atlason.

25 ferðamannastaðir í  Evrópu hlutu EDEN ferðamálaverðlaunin við hátíðlega athöfn sem haldin var í Brussel í vikunni. EDEN stendur fyrir „European Destination of Excellence" en Vestfirðirnir voru meðal þeirra áfangastaða sem hlutu þann heiður að vera útvaldir, fyrstir íslenskra áfangastaða. Verðlaunin leggja áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu en í ár er þemað vatns- og sjávartengd ferðaþjónusta .

Það var að tilstuðlan Vatnavina Vestfjarða, samstarfshóps í heilsutengdri ferðaþjónustu, sem Vestfirðirnir taka þátt í verkefninu en í kjölfarið verður svæðinu hampað víða.

 

Verðlaunasvæðin eru valin út frá frumlegri nálgun að ferðamennsku og fyrir að starfa á sjálfbæran hátt. Þannig vill EDEN auka sýnileika afburða áfangastaða sem gjarnan eru lítt þekktir. Með því að fjölga áhugaverðum áfangastöðum í sjónlínu ferðamanna er einnig hægt að minnka álagið á ofnýttum ferðamannastöðum.

 

„Þessir 25 afburða staðir bera virðingu fyrir náttúrunni og vinna á umhverfisvænan hátt til að varðveita vistkerfið fyrir komandi kynslóðir. Þessir staðir, sem flestir eru við strandir, vötn eða ár, leggja áherslu á frumlega nálgun í vatnaferðamennsku sinni. Ekki aðeins til að koma gæðum landsins á framfæri heldur einnig til að takast á við árstíðabundin vandamál og til að koma jafnvægi á straum ferðamanna til óhefðbundinna áfangastaða," sagði Antonio Tajani, varaforseti Evrópunefndar sem fer fyrir málefnum iðnaðar og frumkvöðlastarfsemi.

Þeir staðir sem voru verðlaunaðir eru:

 

Seelentium - Upper Innviertel svæðið í Austurríki

Eau d'heure vötnin í Belgíu

Silistra í Búlgaríu

Nin í Króatíu

 Kato Pyrgos á Kýpur

Bystřicko í Tékkalndi

Võrtsjärv vatn í Eistlandi

Saimaa Holiday í Finnlandi

Grand Site du Marais Poitevin í Frakklandi

V-Pómeranían vatnasvæðið í Þýskalandi 

Serres í Grikklandi

Tisza vatn í Ungverjalandi

Vestfirðir á Íslandi

Loop Head skaginn á Írlandi

Monte Isola á Ítalíu

Sea Resort Jūrmala í Lettlandi

Zarasai svæðið í Litháen

Upper Sure garðurinn í Lúxembúrg

Isla (Senglea) á Möltu

WaterReijk Weerribben Wieden - Giethoorn & votlendissvæðið í Hollandi

Biebrza dalurinn og votlendissvæðið í Póllandi

Geoagiu Băi í Rúmeníu

Kolpa áin í Slóveníu

A Guarda á Spáni

Bitlis-Nemrut gígsvatnið í Tyrklandi

 

EDEN hefur lagt áherslu á að koma sjálfbærri ferðamennsku á framfæri frá 2007, bæði innan Evrópusambandsins og landa sem eru að sækja um inngöngu. Keppni fer fram innan hvers lands og á hverju ári er nýtt þema í keppninni. Hingað til hafa þemun verið ferðamennska í dreifbýli, óáþreifanleg arfleifð, vernduð svæði og vatnatengd ferðamennska.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri Vatnavina Vestfjarða

Sími:  451 0077 / 6914131

Netfang: viktoria@atvest.is

 

Gagnlegir hlekkir:

 http://ec.europa.eu/ede

 

www.watertrail.is

 

Myndbönd um Ísland í EDEN:

 

http://static.ak.fbcdn.net/rsrc.php/z4OG5/hash/7qkbs3nb.swf?v=1635369852750&ev=0

 

http://static.ak.fbcdn.net/rsrc.php/z4OG5/hash/7qkbs3nb.swf?v=1635372492816&ev=0

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
Vefumsjón