Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. október 2011 Prenta

Vestfirskir listamenn&lífskúnsterar.

Ágúst G Atlason.Mynd Magnús Andersen.
Ágúst G Atlason.Mynd Magnús Andersen.

Vestfirskir listamenn&lífskúnstnerar er heimildaverkefni. Verkefnið byggist upp á ljósmyndum og mjög stuttum texta um listamenn og lífskúnstnera. Ljósmyndin verður tekin í vinnustofu eða vinnu umhverfi, svokölluð umhverfisportrett. Verkefninu er ætlað að halda utan um brot úr vestfirskri menningu eins og hún er 2011-2012. Það sem viðkomandi þarf að hafa gert til að falla undir þennan titil sem á verkefninu er, er að hafa gert list eða menningarverkefnum skil og vera sýnilegur á einhvern hátt, eins og t.d sýningar á verkum sýnum eða sýnilega aðkomu að góðum verkefnum. Eiginlega fellur öll menningartengd ferðaþjónusta undir þessa skilgreiningu. Þegar hafa Spessi(Sigurþór Hallbjörnsson) ljósmyndari, Elfar Logi Hannesson leikari, Marsibil Kristjánsdóttir og Matthildur Helgadóttir listakonur og Sigurður Atlason lífskúnstner samþykkt að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

 Áætlað er að 30 viðfangsefni verði í verkinu.  Listamönnum&lífskúnstnerum verður bæði boðin þátttaka og einnig er hægt að benda á sjálfan sig ef viðkomandi finnst hann hafa það til bruns að bera sem þarf til að vera með í verkefni sem slíku. Tilnefningar af öðrum eru líka mjög vel þegnar. Verkefnið mun fá eigin vefsíðu og ljósmyndasýningu sem mun verða hengd upp í helstu bæjarkjörnum Vestfjarða, svokölluð farandsýning. Ef vel heppnast til, og allt gengur upp verður verkefnið sett í bók.

 

Að mínu áliti mun svona verk skila til samfélagsins nauðsynlegum heimildum um listamenn&lífskúnstera þessarar kynslóðar. Einnig mun það varpa ljósi á marga listamenn sem fáir vita af en gætu haft umtalsverða hæfileika sem gætu verið fyrir fleiri að njóta. Vestfirðir hafa alltaf einkennst af menningu og frumkvöðlastarfi og er ætlun mín að gera því aðeins hærra undir höfði. Áætlað er að vinna verkið í janúar, febrúar og mars 2011.Öll list er meðtekin inn í verkefnið, hvort sem það er t.d grafisti, tónlist, myndlist, ljósmyndun, handverk, video, skúlptúr, gjörningar leiklist eða hvað sem er, ef það er list, láttu í þér heyra!Tilnefningar og/eða óskir um þátttöku óskast á netfangið agustatla@gmail.comVefpósturinn þarf að innihalda:Nafn,Heimilisfang, Símanúmer,Netfang,Veffang ef við á og stutta lýsingu á verkum viðkomandi.Frekari upplýsingar má nálgast hjá Ágústi Atlasyni í agustatla@gmail.com eða síma 8404002 fram á laugardaginn 22. Okt(er að fara erlendis)

 Um Ágúst Atlason:Ágúst Atlason áhugaljósmyndari hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga um alla Vestfirði. Hefur hann lagt stund á ljósmyndun síðan 1996. Ágúst hefur aðallega beint linsu sinni að Vestfjörðum, og má þar nefna verkefnið Focus Westfjords og dagatal Þjóðbúningafélags Vestfjarða sem dæmi. Ágúst stundar nú nám í ljósmyndun í Medieskolerne I Viborg í Danmörku.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Úr sal.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón