Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. september 2012 Prenta

Vestfjarðatíðindi komin út.

Vestfjarðatíðindi eru komin út á ný.
Vestfjarðatíðindi eru komin út á ný.
1 af 2

Vestfirska forlagið á Þingeyri hefur endurvakið útgáfu á málgagni forlagsins sem út kom fyrir nokkrum árum undir nafninu Vestfjarðatíðindi. 1. tölublað ársins 2012 er komið út og er í dreifingu þessa dagana sem nær um alla Vestfirði og víðar um land, alls í rúmlega 13.000 eintökum. Í Vestfjarðatíðindunum nú er gerð grein fyrir útgáfu Vestfirska forlagsins það sem af er árs 2012, sem eru orðnar 9 bækur. Verða þær rúmlega helmingi fleiri fyrir lok ársins. Þá er kynnt -Mannlífs- og menningarbrú Vestfirðinga og vina heima og heiman- 1. hluti. Ritstjóri er Björn Ingi Bjarnason frá Fateyri og ábyrgðarmaður er Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri. Samstarfsaðili við útgáfuna er Leturprent í Reykjavík þar sem ráða ríkjum þeir Rögnvaldur Bjarnason frá Patreksfirði og Burkni Aðalsteinsson sem er tengdasonur Bíldudals. Vefur Vestfirska forlagsins er www.vestfirska.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Hafís. 13-06-2018
  • Við Fell 15-03-2005.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
Vefumsjón