Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2008 Prenta

Viðhald og endurbætur eldri timbur-og steinhúsa.

Dagana 5. og 6. desember nk. mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Húsafriðunarnefnd og VerkVest halda námskeið ætlað húsasmiðum og þeirra sem áhuga hafa á viðhaldi gamalla mannvirkja.

Með slíku námskeiði er m.a. verið að efla þekkingu á svæðinu vegna endurbóta gamalla mannvirkja. 

Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöður og burðarvirki eldri timburhúsa. Farið er yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul hús sem hefur verið gert við og hús sem þarfnast viðgerða.

 Einnig er farið yfir undirbúning viðgerða, sögu og þróun húsbygginga á Íslandi. 

 

Ávinningur:

  • Lögð er áhersla á að gert sé við  gömul hús með sömu aðferðum og frágangi og þegar þau voru byggð á sínum tíma.
  • Þátttakendur fá góða yfirsýn á það hvernig gömul hús voru byggð.
  • Þátttakendur fá dýrmæta þekkingu sem nýtist til viðgerða og endurbóta gamalla húsa.

­­

 

Kennarar :  Magnús Skúlason arkitekt, Jón Norsteien, arkitekt og Einar Skúli Hjartarson húsasmíðameistari.
Staðsetning : Skor þekkingarsetur á Patreksfirði.

Tími : 5. desember 2008 kl. 17.00 - 20.00 og 6. desember 2008 kl. 08.00 - 15.00.

Lengd:   15 kennslustundir

 

Þeir einstaklingar sem rétt eiga á fullri endurgreiðslu síns stéttarfélags úr endurmenntunarsjóði, greiðir stéttarfélagið 75% námskeiðsgjaldsins. Hver og einn verður að kanna sína réttarstöðu.

 

Skráning fer fram á vefnum:

 

http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/vihald_og_endurbaetur_eldri_timbur_og_steinhusa/

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Drangar-12-08-2008.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Söngur.
Vefumsjón