Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2015 Prenta

Viðhraðamælirinn kominn í lag á Gjögurflugvelli.

Sjálfvirkaveðurstöð Veðurstofu Íslands er á þaki flugstöðvarinnar á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirkaveðurstöð Veðurstofu Íslands er á þaki flugstöðvarinnar á Gjögurflugvelli.
1 af 2

Í dag kom Jón Bjarni Friðriksson tæknimaður í mælum frá Veðurstofu Íslands,með áætlunarvél Ernis á Gjögur til að skipta um vindhraðamæli sjálfvirku veðurstöðvarinnar sem er á flugstöðvabyggingunni. Hann var talinn ekki farinn að sýna réttan vindhraða frá 19. febrúar síðastliðinn,en síðan lognaðist hann alveg útaf. Nú í dag um miðjan dag var skipt um mælinn og fyrsta veðurskeyti barst klukkan 17:00.og þá sýndi mælirinn réttan vindhraða og vindstefnu,reyndar var vindstefnan í lagi áður en mælirinn datt alveg út. Nú sendir sjálfvirka stöð Veðurstofu Íslands á Gjögurflugvelli allt rétt. Mannaða stöð Veðurstofunnar í Litlu-Ávík er í um fjögurra og hálfs kílómetra fyrir norðan Gjögurflugvöll í loftlínu.

Áætlunarflugvél Ernis þurfti að bíða á flugvellinum í rúman hálftíma,á meðan skipt var um vindmæli Veðurstofunnar. Farþegar sem fóru suður með vélinni tóku biðinni með ró. Hér má sjá sendingu Gjögurflugvallar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Húsið fellt.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
Vefumsjón