Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn  6. júní 2018 
			Prenta
		
		
		
	
	
	
	
				
	
	
	Viðvörun vegna hafíss.
Nýjustu ratsjármyndir (kl:08:21 6.júní) gefa til kynna að hafís sé um 14 sjómílur norður af Kögri. Eins virðist vera ísdreif sé um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Stöku borgarís er á svæðinu og mikið um gisinn ís og töluverða bráðnun. Eftir viðvarandi suðvestanátt á Grænlandssundi að undanförnu færist ís nær landi og búast má við að svo verði áfram fram á laugardag. Þetta kemur fram á hafísvef Veðurstofu Íslands. Skip og bátar ættu að fara með varúð á þessu svæði.
 
 
		




