Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. desember 2013 Prenta

Viðvörun vegna norðanhvassviðris eða -storms um jólahátíðina.

Í þessu veðri gæti orðið stórsjór ef ekki hafrót.
Í þessu veðri gæti orðið stórsjór ef ekki hafrót.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á slæmri  veðurspá frá Veðurstofu Íslands um jólahátíðina. Spáð er norðan hvassviðri eða stormi (vindhraða 15-23 m/s) víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur N- og A-lands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum. Á morgun, Þorláksmessu, gengur í norðaustanstorm með slyddu, en síðar snjókomu á Vestfjörðum og Ströndum. Lögreglan á Vestfjörðum bendir á að gangi veðurspá eftir geti færð spillst mjög hratt. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu á meðan veðrið gengur yfir. Þeim sem þurfa að vera á ferðinni er bent á að fylgjast vel með veðurspá, veðurathugunum og færð á vegum.

Þessu veðri, ef það gengur eftir, mun fylgja ófærð og hætta á snjóflóðum þar sem þau geta orðið. Sjómenn eru beðnir að gæta að bátum í höfnum Norðvestanlands og á Ströndum, Nánari upplýsingar er að finna á www.vedur.is og www.vegagerdin.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Veiðileysa-11-09-2002.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Margrét Jónsdóttir.
Vefumsjón