Vikan 3. til 9. nóvember 2008 hjá Lögreglunni á Vestfjörðum.
Vefurinn Litlihjalli hefur nú fyrir stuttu síðan gerst áskifandi að vef Lögreglunnar og fær því allar nýustu fréttir af Lögregluvefnum.
Áður var vefsíðan komin með áskrift af vef Ríkislögreglustjóra og Almannvörnum í gegnum þann vef.
Báða þessa vefi er hægt að sjá undir tenglum hér á síðunni.
Það munu verða sagðar fréttir af störfum Lögreglunnar á Vestfjörðum einu sinni eða oftar í viku ef þurfa þykir,og fréttir annarsstaðar frá ef efni standa til.
Og allar orðsendingar frá Ríkislögreglustjóra sambandi við viðvarinir,vegna veðurs eða annarra viðvarana.
Hér kemur svo fyrsta fréttin af störfum Lögregunnar á Vestfjörðum.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Á þriðjudeginum var bifreið ekið á grjót á veginum um Súðavíkurhlíð og urðu einhverjar skemmdir á bifreiðinni. Þann sama dag var ekið á kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði fyrir framan Landsbankann á Ísafirði. Á miðvikudaginn varð bifreið fyrir grjóthruni úr Óshlíð. Bifreiðin skemmdist talsvert og var flutt óökufær af vettvangi. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, hlaut minniháttar meiðsl.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á 115 km. hraða á Barðastrandavegi en þar er hámarkshraði 90 km/klst.
Á fimmtudaginn kl. 17:40 var tilkynnt um að eldur væri laus í rusli á bak við Faktorshúsið á Ísafirði. Eldurinn var slökktur fljótlega og engar skemmdir urðu á húsinu. Talið er líklegt að börn eða unglingar hafi borið eld að ruslinu og er málið í rannsókn.
Tveir menn gistu fangageymslur á Ísafirði vegna ölvunar og óspekta, aðfaranótt sunnudagsins. Þeir voru handteknir eftir að annar þeirra reyndi að sparka í lögreglubifreið sem ekið var fram hjá þeim á Hafnargötu í Bolungarvík. Er maðurinn var handtekinn réðst félagi hans á lögreglumenn og var sá handtekinn í kjölfarið.