Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. júlí 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunnar á Vestfjörðum 18. til 24. júlí 2011.

Bruni - ekið á fé - of hraður akstur og fleira í dagbók lögreglu.
Bruni - ekið á fé - of hraður akstur og fleira í dagbók lögreglu.

Á þriðjudeginum var slökkvilið og lögregla kölluð til að sveitabæ í Önundarfirði. Þar hafði gestkomandi kveikt eld í rusli og var að byrja að brenna sinu. Bannað er að kveikja opinn eld á víðavangi nema með sérstöku leyfi. Slökkviliðið slökkti eldinn, ekkert tjón varð af. Þá var kveikt í ruslatunnu sem er á bryggjunni á innri höfninni á Ísafirði. Tunnan var ónýt, en vegfarendur slökktu eldinn. Þriðja brunaútkallið var svo klukkan 12:59 á laugardeginum. Þar kviknaði í kodda og rúmdýnu í íbúð við Fjarðarstræti á Ísafirði. Minni háttar skemmdir urðu þar. Búið var að slökkva eldinn er slökkvið kom á staðinn, en þeir reykræstu íbúðina. Þá hafði lögreglan afskipti af eldi á víðvangi í Patreksfirði á fimmtudeginum. Þar var bóndi að brenna rusli og rolluhræi, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. S.l nótt kviknaði svo í mannlausu húsi á Patreksfirði. Húsið er gjörónýtt eftir brunann. Eldsupptök eru ókunn. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum.

Í vikunni var ekið á eina rollu og tvö lömb. 7 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. 29 kærur voru sendar umráðamönnum ökutækja fyrir að leggja bifreiðum sínum ranglega. Þá hafa númeraplötur nokkurra bifreiða verið teknar þar sem lögbundnar tryggingar hafa ekki verið i lagi. Lögreglan á Vestfjörðum hefur að undanförnu unnið ötullega að því herða á ýmsum reglum varðandi ökumenn, s.s. hraða ökutækja, bifreiðum ólöglega lagt, ótryggðum og óskoðuðum bifreiðum ,farsímanotkun og notkun öryggisbelta. Þessu átaki verður áfram haldið næstu vikurnar.

Fjögur minni háttar umferðaróhöpp voru skráð í bækur lögreglu. Í einu óhappinu sofnaði ungur ökumaður undir stýri og ók á steinvegg. Betur fór en á horfðist. Ökumaður og farþegi fengu aðeins skrámur, en bifreiðin er mikið skemmd.

Sunnudaginn 24. júlí klukkan 16:16 var tilkynnt um stóran hval á reki í Fljótavík. Tilkynnandi taldi hættu á að hvalinn ræki á land í Fljótavíkina. Gerðist það yrði það mikill skaði nú á háannatíma ferðamennskunnar. Lögregla tilkynnti málið til allra sem tilkynningu eiga að fá um slíkt. Enginn vill eiga hvalinn, hann er bara kostnaður í dag, „enginn hvalreki á fjörur manna".
Segir í tilkynningu frá lögreglu Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
Vefumsjón