Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. nóvember 2008 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 16. nóvember 2008.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Í síðustu viku urðu fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum.  Um kl. 14:00 á mánudeginum valt bifreið út af veginum um Breiðadal í Önundarfirði.  Ökumaður og þrír farþegar voru í bifreiðinni og voru allir fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á  Ísafirði.  Ekki er talið að neinn þeirra hafi verið alvarlega slasaður.   Þá valt bifreið út af veginum um Súgandafjörð á miðvikudaginn.  Ökumaður var einn í bifreiðinni og reyndist ekki mikið slasaður.  Á föstudagskvöldið kl. 20:30 fór bifreið út af veginum í Álftafirði og hafnaði í sjónum.  Ökumaður og farþegi náðu að komast í land af sjálfsdáðum, nokkuð kaldir og þrekaðir.  Þessir aðilar voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem þeir voru lagðir inn til eftirlits.  Bifreiðarnar sem komu við sögu í þessum óhöppum voru allar fluttar óökuhæfar af vettvangi.  Þessu til viðbótar fór fiskflutningabifreið út af veginum um Tungudal í Skutulsfirði á laugardaginn.  Engin slys urðu þar og ekki vitað um skemmdir á bifreiðinni.

Í vikunnu voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, flestir í nágrenni við Ísafjörð.  Sá sem hraðast ók var kærður fyrir að aka á 109 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á Ísafirði í vikunni fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
Vefumsjón