Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. desember 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 17. desember 2012.

Nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku.
Nokkur umferðaróhöpp urðu í liðinni viku.
Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum,þó var tilkynnt um 4 umferðaróhöpp. Mánudaginn 10. var tilkynnt um minniháttar óhapp á Ísafirði, ekki slys á fólki. Þriðjudaginn 11. var tilkynnt um tvö óhöpp, fyrr óhappið varð í Hestkleif í Ísafjarðardjúpi,þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Seinna óhappið varð á Ísafirði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg á Skutulsfjarðarbraut,ekki slys á fólki. Föstudaginn 14. Varð óhapp í Vestfjarðagöngunum þar strukust tveir bílar saman,um var að ræða minni háttar skemmdir í því tilfelli,og ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði. Þá voru númer tekin af nokkrum bílum í umdæminu,vegna vanrækslu á að færa ökutækið til skoðunar og einnig vegna vangoldinna trygginga. Skemmtanahald fór vel fram um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
Vefumsjón