Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11 jan til 18 jan.2010.
Í vikunni sem leið var einn ökumaður kærður vegna gruns um ölvun við akstur í umdæminu.Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu á Ísafirði.Sunnudaginn 17 var tilkynnt um umferðarslys á Holtavörðuheiðinni,að norðanverðu skammt frá Miklagili,þar hafði bíll oltið út af veginum og farið tvær eða þrjár veltur,í fyrstu talaði að um einhver slys á fólki væri að ræða, en þegar komið var á vettvang kom í ljós að ökumaður og farþegar hans tveir hefðu sloppið án meiðsla.Bifreiðin var óökuhæf og fjarlægð með krana af vettvangi.
6 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Aðfaranótt föstudags var tilkynnt um talsverðan reyk sem lagði frá togaranum Gunnbirni, sem lá við Ásgeirsbakka í Ísafjarðarhöfn,slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað á staðinn.Ekki reyndist um eld að ræða,en reykurinn stafaði af bilun í miðstöðvarkerfi.