Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. apríl 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. apríl 2011.

Umferð var róleg í liðinni viku að sögn lögreglu.
Umferð var róleg í liðinni viku að sögn lögreglu.

Í vikunni sem var að líða var umferð róleg, einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð, hann var mældur á 102 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, bæði á Holtavörðuheiði,  ekki var um slys að ræða í þessi skipti, en eitthvert eignartjón. Umferð um Holtavörðuheiðina gekk brösuglega í vikunni, vegna veðurs og færðar og eitthvað um að ökumenn lentu þar í vandræðum.

Í komandi viku, páskavikunni má gera ráð fyrir að umferð aukist verulega um Djúpveg og vill lögregla koma því á framfæri að vegfarendur kynni sér ástand vega og veðurspá áður en lagt er í langferð. lögregla verður með öflugt eftirlit um páskahelgina á þjóðvegum umdæmisins sem og þar sem fólks mun safnast saman, en gera má ráð fyrir að talsvert margt fólk muni leggja leið sína til Ísafjarðar um komandi helgi, bæði vegna skíðavikunnar og einnig tónleikana sem haldnir verða á Ísafirði.

S.l. fimmtudag var tilkynnt um mann, hugsanlega hjartastopp, þar sem viðkomandi var staddur í afgreiðslu Breiðafjarðarferjunnar við Brjánslæk á Barðaströnd.  Svo heppilega vildi til að nærstaddir sáu hvað var að gerast og hófu strax lífgunartilraunir og náðu að koma viðkomandi í gang aftur. Má því segja að skyndihjálparkunnátta þeirra sem á staðnum voru, hafi bjargað þarna mannslífi.  Læknir og sjúkrabíll frá heilsugæslunni á Patreksfirði komu síðan á staðinn og í framhaldi var viðkomandi fluttur með þyrlu til Reykjavíkur.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi  fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipa lögreglu.
Segir í frétt frá lögreglu á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
Vefumsjón