Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. október 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 11.til 18. október 2010.

Loftbúðar sprungu út vegna holóttra vega.
Loftbúðar sprungu út vegna holóttra vega.

Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. 6 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu.  Þriðjudaginn 12. varð bílvelta á Dynjandisheiði í svonefndum Trölladölum, þar hafnaði jeppabifreið út fyrir veg, þar voru erlendir ferðamenn á ferð og sakaði þá ekki.  Bifreiðin talin ónýt. Þá var tilkynnt um tvo árekstra, minni háttar á Ísafirði á miðvikudag og sunnudag, ekki slys á fólki. Á föstudagskvöld varð bílvelta innanbæjar á Flateyri, ökumaður grunaður um ölvun við akstur.

Þá var tilkynnt um óhapp í Kjálkafirði, óhappið varð með þeim hætti að nýlegri fólksbifreið var ekið þar um þjóðveg nr. 60, þar sem vegurinn er mjög holóttur og sprungu út loftpúðar, öryggispúðar í hægri framhurð.  Það mun vera mjög sjaldgæft að loftpúðar springi út, þegar ekið er um mjög holótta vegi.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur, annar við Ísafjörð og hinn í nágrenni við Hólmavík.

Þá var tilkynnt að ekið hafi verið á hæðarslá við Bolungarvíkurgöngin, Hnífsdalsmegin, þar ók flutningabíll með háan gám á slána. Málið telst upplýst.

Lögregla hefur áminnt þó nokkuð marga eigendur/umráðamenn ökutækja vegna ólöglegra stöðu bifreiða í þéttbýlisstöðunum í umdæminu s.l. daga.

Sunnudaginn 17. okt. hófst leit að konu sem hugðist  ganga upp úr Hnífsdal og yfir í Skutulsfjörð. Konan lagði af stað upp úr hádegi  og milli kl. 17:00 og 18:00 þegar hún hafði ekki skilað sér til byggða voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar.  Símasamband náðist við konuna, sem sagðist vera stödd við  einhvern háspennustaur og í framhaldi af því var hægt að staðsetja hana og milli kl. 19:00 og 20:00 voru björgunarsveitarmenn búnir að finna konuna og hún kominn í bíl þeirra, efst í Syðridal ofan Bolungarvíkur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
Vefumsjón