Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. nóvember 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12. til 19. nóvember 2012.

Bílar fóru útaf á Ströndum.
Bílar fóru útaf á Ströndum.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Miðvikudaginn 14. var ekið utan í bifreið á Ísafiðri, um minniháttar skemmdir var að ræða. Dagana 16. og 17. barst tilkynning til lögreglu um að bifreið hafi hafnað út fyrir veg á Steingrímsfjarðarheiði,fyrri daginn og seinni daginn á Bjarnarfjarðarhálsi á Ströndum,bæði óhöppin urðu vegna færðar og veðurs. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var fengin til aðstoðar og aðstoða þessa vegfarendur til byggða. Nokkuð greiðlega gekk að ná bifreiðunum,en afleitt veður var fjöllum. Aðfaranótt föstudag og fram á sunnudag gekk leiðinda veður yfir Vestfirði, norðanverða með mikilli snjókomu og nokkurri veðurhæð. Nokkur snjóflóð komu á Súðavíkurhlíð og var veginum lokað. Björgunarsveit var fengin til að sækja vegfarendur sem festust milli flóða þar og einnig aðstoðuðu björgunarsveitarmenn vegfarendur sem voru á leið um Djúpveg í Ísafjarðardjúpi og komu þeim til Súðavíkur. Lögregla og björgunarsveitir á norðursvæðinu höfðu því í nógu að snúast um helgina við að aðstoða vegfarendur á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta veður náði ekki til suðurssvæðis Vestfjarða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Lítið eftir.
  • Söngur.
Vefumsjón