Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. september 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14 til 21 september 2009.

Sá sem hraðast ók var tekin á 123 km hraða.
Sá sem hraðast ók var tekin á 123 km hraða.

Í s.l. viku voru fimm stöðvaðir fyrir hraðakstur í nágrenni við  Ísafjörð og sá sem hraðast ók, var mældur á 123 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

7 tilkynningar bárust lögreglu í vikunni um að ekið hafi verið á búfé í umdæminu og vill lögregla enn og aftur brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar á þjóðvegunum þar sem nú er smalatími og fé að koma af fjalli.

Föstudaginn 18 barst tilkynning til lögreglu um að vegfarandi sem leið hafi átt um Kjálkafjörð, hafi skotið á hóp af álftum, sem þar var á flugi.  Málið er í rannsókn lögreglu.

Miðvikudaginn 16 varð mjög alvarlegt vinnuslys í Kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal.  Þar var unnið við uppsetningu á búnaði og einn af þeim sem var að vinna við verkið hrapaði rúma 4 metra niður á steingólf og hlaut við það alvarlega höfuðáverka.  Var hinn slasaði fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann gekk undir aðgerð.

Þá vill lögregla benda foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga á notkun endurskynsmerkja og viðeigandi öryggisbúnaðar á reiðhjólum þegar þau eru notuð.  Lögregla heldur uppi eftirliti í nágreni við leikskóla og grunnskóla umdæmisins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón