Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. febrúar 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21.feb.2011.

Dósasöfnunargám var stolið frá björgunarsveitiini á Drangsnesi.
Dósasöfnunargám var stolið frá björgunarsveitiini á Drangsnesi.
Í vikunni sem var að líða var tíðindalítið í umdæmi lögreglunar á Vestfjörðum.  Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, það óhapp var á Ísafirði. Skemmtanahald fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir á Skutulsfjarðarbraut þar sem þeir voru greinilega í kappakstri og mældust þeir á 128 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km/klst.  Þeir mega búast við ökuleyfissviptingu og sekt í framhaldinu.

14. feb., var tilkynnt um þjófnað á gám í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi.  Um er að ræða dósasöfnunargám,  sem staðsettur er við heitu pottana sem eru við þjóðveginn sem liggur í gegnum þéttbýlið á Drangsnes. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á sunnudag þann 13. feb.  Ef einhver hefur upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið þá vinsamlegast hafi þeir samband við lögregluna á Vestfjörðum, upplýsingasími 450-3730.

Í vikunni hefur lögregla haft afskipti af ökumönnum vegna búnaðar ökutækja og mun halda því áfram næstu vikur.
Segir í tikynningu frá lögreglu Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Söngur.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
Vefumsjón