Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. ágúst 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 15.til 22. ágúst 2011.

Í liðinni viku voru 6 umferðaróhöpp tilkynnt  til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru 6 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku voru 6 umferðaróhöpp tilkynnt  til lögreglunnar á Vestfjörðum.  Þriðjudaginn 16. ágúst var ekið á ljósastaur á Patreksfirði, þar urðu ekki slys á fólki, en bifreiðin mikið skemmd eftir og óökuhæf.  Þriðjudaginn 17. ágúst urðu tvær bílveltur, önnur á Drangsnesvegi á Ströndum, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg og hin á Örlygshafnarvegi þar hafnaði bifreið út fyrir veg.  Í báðum þessum tilfellum voru erlendir ferðamenn á ferð, ekki var um slys að ræða, en bifreiðarnar óökuhæfar í báðum tilfellum og fjarlægðar með krana.  Föstudaginn 19. ágúst varð árekstur á Vestfjarðarvegi í Dagverðardal í Skutulsfirði, þar skullu saman tvær bifreiðar, fjórir voru í annarri bifreiðinni, þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, en tveir sem voru í hinni bifreiðinni sluppu án meiðsla. Um minni háttar meiðsl var að ræða.  Bifreiðarnar voru óökuhæfar og fluttar af vettvangi með krana.  Laugardaginn 20. ágúst varð bílvelta á Bíldudalsvegi  við Bæinn Foss í Arnarfirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ökumann og farþega sakaði ekki, en bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.  Aðfaranótt sunndags var óhapp á Holtavörðuheiðinni, þar mættust tveir bílar, Jeppi og fólksbíll, jeppinn með hestakerru og rakst kerran utan í fólksbílinn, með þeim afleiðingum að fólksbíllinn varð óökuhæfur, ekki urðu þar slys á fólki.

Einn ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Hnífsdalsvegi, þar sem hámarkshraði er 80km/klst., mældur á 102 km/klst.   Að öðru leiti var umferð róleg í umdæminu . Þær bílveltur sem urðu í vikunni má rekja til lausamalar á vegi og erlendir ferðamenn á ferð sem ekki eru vanir að aka á malarvegum.

Þá vill lögregla enn og aftur benda ökumönnum á að við þjóðvegina í umdæminu eru víða kindur á ferð og komu fimm tilkynningar til lögreglu um að ekið hafi verið á búfé.

Skemmtanahald fór vel fram  um helgina og án teljandi  afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
Vefumsjón