Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. október 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18.til 25. október 2010.

Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt í síðustu viku.
Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt í síðustu viku.

Talsverður erill var hjá lögreglu um liðna helgi vegna ölvunar gesta á skemmtistöðum. Þá voru átta ökumenn stöðvaðir vegna hraðakstur sjö í nágrenni við Hólmavík á Djúpvegi, Vestfjarðarvegi og einn við Ísafjörð.  Sá sem hraðast ók, var mældur á 115 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Þá var einn ökumaður kærður vegna gruns um ölvun við akstur.  

Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, þar af eitt umferðarslys í Skötufirði á Djúpvegi á föstudagskvöld, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.  Bifreiðin óökufær og flutt af vettvangi með kranabíl. Þá var  tilkynnt um þrjú tilvik til lögreglu í vikunni um  að ekið hafi verið á búfé.

S.l. þriðjudag barst lögreglu tilkynning um skemmdarverk á fótboltavellinum  við Torfnes á Ísafirði, þar hafði bifreið verið ekið út á völlinn.Talsverðar skemmdir hlutust af þessu og er málið í rannsókn. Þá var tilkynnt í vikunni um skemmdarverk í Bolungarvíkurgöngunum, þar höfðu vegstikur verið rifnar upp og hent út á götu.  Það mál er einnig í rannsókn. Þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um þessi skemmdarverk, snú sér til lögreglu, upplýsingasími lögreglunnar á Vestfjörðum er 450-3730.

S.l. föstudagskvöld kom upp eldur í risíbúð við Aðalstræti á Ísafirði.  Þarna  kviknaði í út frá lampa.  Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Nokkrar skemmdir urðu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón