Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. apríl 2010
Prenta
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 19. apríl til 26. apríl 2010.
S.l. vika var tíðindalítil hjá lögreglunni á Vestfjörðum,umferð í lágmarki og færð sæmileg á þjóðvegum fyrir utan hálkubletti á sumum heiðum og Ströndum. Þá var aðeins tilkynnt um eitt umferðaróhapp í vikunni og það varð á Hólmavíkurvegi við Kaldbakshorn,þar hafnaði jeppi, sem var að draga kerru út fyrir veg og fór eina 50 m niður fyrir veg. Ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi og minniháttar tjón á ökutæki.
Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tveir í nágreni Ísafjarðar og einn við Hólmavík. Sá sem hraðst ók, var mældur á 130 km/klst, þar sem leyfður hámarshraði er 90 km/klst.